Þá er tímabært að minna á næturróðrarseríu í næstu viku. Fyrst á miðv, 14.apríl, sem hér segir:
Valin 10 km róðrarlykkja á sundunum. Mæting í Geldinganes kl. 20.30 og róið inn í undraveröld rökkurs á reykvísku vorkveldi. Róðrarhraða stillt í hóf, kaffistopp ekki tekið, en þátttakendur hafi orkubita og róðrarflösku + ljós.
Seinni seríupartur er á föstudag og verður þá tjaldað í einni af Kollafjarðareyjum og sameinast félagsróðri að morgni. Hefir ferð þessi hlotið nafngiftina Gunnarinn 2016.
Það þarf ekki að skrá sig í þessar ferðir, bara mæta með viðeigandi búnað og hafa gaman að þessari vitleysu.