Ég hef undanfarið leitað að verkfæri / appi sem skráir hreyfingu. Það er fjöldinn allur til og erfitt að meta hvað hentar nema prófa. Flóran er Runkeeper, runtastic, google fit, Garmin-Connect, ofl, ofl. Öll eru þessi öpp að bjóða ókeypis útgáfu en minna svo á hina sem þú þarft að kaupa. Það sem mér finnst standa upp úr af þessum öppun er Strava (strava.com). Það býður mest fyrir minnst og lætur þig svo gott sem í friði með keyptu-útgáfuna.
Þó Stava sé með fókusinn á hjólreiðum og hlaupum þá er vel hægt að nota það í annað t.d. róður.
Skemmilegur möguleiki í appinu er Segments þar sem leiðum / götum / stígum er skipt upp í kafla. Þú getur borið þig saman við aðra á þessum köflum en ekki síður við sjálfan þig (og þú færð meira að segja verðlaun).
Og þá kem ég loksins að því hvað þetta kemur síðunni við og klúbbnum. Ég stofnaði "club" í appinnu fyrir kayakklúbbinn. Þar getum við fylgst með okkar félögum róa hinar ýmsu leiðir t.d. Viðeyjarhringinn.
Og svo leyfði ég mér að setja tengingu á Klúbbinn á Strava til hliðar hér á síðunni.
Það má horfa á svona skráningu frá ýmsum sjónarhornum, sýníþörf, mont, yfirlæti, ofl neikvæð orð, en mér finnst þetta frekar vera hvatning fyrir sjálfið.
Og fyrir samtök sem krefjast log-bókar er þetta einföld og stemmtileg aðferð og leið til þess.