Heimasíðan - Strava

19 apr 2016 22:09 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Heimasíðan - Strava
þetta er flott hjá þér Gunni, ég náði að setja beint úr Garminum og inná þetta fyrirbæri. Og þá geta flestir.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2016 13:45 - 19 apr 2016 13:46 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Heimasíðan - Strava
Eru menn ekki eitthvað að misskilja- að halda það þetta sé einhver megrunarþáttur. Öðru nær - þetta er einmitt gott aðstoðar tæki við eflingu líkamsþjálfunar -alhliða og halda gott bókhald um það. Bókhaldið geymir leiðir og ferla -erfileikastig o.s.frv. Góð GPS tæki eins og Garmim af betri typum gera það sama . Síðan er þetta gott ef menn vilja upplýsa um eitthvað skemmtilegt fyrir aðra - að koma þessa í fjölmiðlun t.d á þenna vef - annað hvort fólki til skapraunar eða gleði :)
Sum sé menn geta bæði þyngst sem megrast við svona allskonar sport- en uppúr stendur að menn og konur fá gott líkamsástand - iðki það fjölbreytta líkamshreyfingu og álag. Verður iturvaxið liðugt og fallegt. :laugh:
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2016 12:46 #3 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Heimasíðan - Strava
Sem orð úr mínum munni töluð að þetta er furðuleg della í ykkur ungu mönnunum, Sævari og öllum hinum :ohmy:

Ég get ekki annað en látið þess getið að ég hef aldrei farið í neitt svona átak og alltaf étið eins og ég get í mig látið og ekki verið að mæla neitt, varla stigið á vigt B)

Enda, eins og gjarna var sagt áður á erfiðum tímum: MATUR ER GÓÐUR.

. . . . og hana nú.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2016 09:40 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Heimasíðan - Strava
Þetta er furðuleg della í ykkur ungu mönnunum, Sævari og öllum hinum :ohmy:

Ég kom um daginn að hitta starfsmann í opinberri stofnun og nefndi að gott væri að ræða málin með kaffibolla við hönd. Hann fór þá með mér niður um tvær hæðir og létt þess getið að niðurgangan og uppferðin væru báðar skráðar sjálfvirkt, enda væri allt starfsliðið í átaki :woohoo:

Ég gat ekki annað en látið þess getið að ég hefði aldrei farið í neitt svona átak og alltaf étið eins og ég gat í mig látið og ekki verið að mæla neitt, varla stigið á vigt B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2016 20:50 - 18 apr 2016 20:59 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Heimasíðan - Strava
Þetta er falleg mynd sem Strava setur upp en virðist samt svipað og aðrir nota.
Sjálfur hef ég notað Endomondo alveg frá því það kom á markað sem app
Mjög ánægður með það- það innfelur eiginlega alla líkamsvirkni hvar sem er. Það er einnig hægt að spila Garmin track inná með öllum gildum:
Það stendur að uppsöfnuð virkni hjá mér núna ,að ég hafi farið með einum eða öðrum hætti, göngu,fjallgöngu,gönguskíðum,kayak,hjólun svo það helsta sé nefnt
um 4700 km -alls við allskonar -og hef eytt í þetta um 570.000 hitaeiningum. Þetta Endmondo er mjög hvetjandi til virkni. Einfaldast útgáfan er ókeypis en síðan kostar og þá með flottu töfluyfirliti- er í stöðugri þróun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2016 19:14 #6 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Heimasíðan - Strava
Gott framtak Gunni - líkt og þú segir er úr miklu að velja, leyfi mér að benda á kayaklog.net sem er sérhannað fyrir kajak iðkunn - er reyndar ekki ókeypis en heldur ekki dýrt. Þeir hafa mikið verið á eftir mér þessir kallar og vilja endilega að ég noti kayaklog - fyrir mig er þó Endomondo meira virði, enda er það að skila mun fleiri samanburðartölum en kayaklog gerir. Hinsvegar er kayaklog ýtarlegra varðandi allskyns pælingar um vindkælingu og slíka hluti sem ég sjálfur spái aldrei í.

Finnst reyndar stórgalli að þurfa að hafa símann með til að vera tengdur - slíkt kostar minnst 1-2 síma á ári - svo ég nota bara hjólahraðamæli Sigma Rox 10.0 - tek síðan skránna úr honum eftir róðurinn og skelli yfir í Endomondo.

Kveðja

Fylkir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2016 11:36 - 19 apr 2016 08:59 #7 by Gunni
Heimasíðan - Strava was created by Gunni
Ég hef undanfarið leitað að verkfæri / appi sem skráir hreyfingu. Það er fjöldinn allur til og erfitt að meta hvað hentar nema prófa. Flóran er Runkeeper, runtastic, google fit, Garmin-Connect, ofl, ofl. Öll eru þessi öpp að bjóða ókeypis útgáfu en minna svo á hina sem þú þarft að kaupa. Það sem mér finnst standa upp úr af þessum öppun er Strava (strava.com). Það býður mest fyrir minnst og lætur þig svo gott sem í friði með keyptu-útgáfuna.
Þó Stava sé með fókusinn á hjólreiðum og hlaupum þá er vel hægt að nota það í annað t.d. róður.
Skemmilegur möguleiki í appinu er Segments þar sem leiðum / götum / stígum er skipt upp í kafla. Þú getur borið þig saman við aðra á þessum köflum en ekki síður við sjálfan þig (og þú færð meira að segja verðlaun).

Og þá kem ég loksins að því hvað þetta kemur síðunni við og klúbbnum. Ég stofnaði "club" í appinnu fyrir kayakklúbbinn. Þar getum við fylgst með okkar félögum róa hinar ýmsu leiðir t.d. Viðeyjarhringinn.
Og svo leyfði ég mér að setja tengingu á Klúbbinn á Strava til hliðar hér á síðunni.

Það má horfa á svona skráningu frá ýmsum sjónarhornum, sýníþörf, mont, yfirlæti, ofl neikvæð orð, en mér finnst þetta frekar vera hvatning fyrir sjálfið.
Og fyrir samtök sem krefjast log-bókar er þetta einföld og stemmtileg aðferð og leið til þess.
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum