Nýjar keppnisreglur

26 apr 2016 07:16 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Nýjar keppnisreglur
Umhusunarvert er að engin keppni er fyrir straumræðara hjá okkur og var þar þó mest ástundun árum saman.

Eins og sjá má t.d. á þessari Wiki-síðu eru tvær "Canó"-greinar á sumarólympíuleikum og athugið að 'Canoe' er hér samheiti fyrir róður með einnar og tveggja blaða ár: en.wikipedia.org/wiki/Whitewater_slalom
Þessar keppnisgreinar eru 'canoe sprint' og 'canoe slalom' eða sprettróður og straumsvig.
Hér er síða um straumsvigið fyrir Ólympíuleikana í sumar í Ríó með góðum skýringamyndum og myndbandi frá London 2012:
www.rio2016.com/en/canoe-slalom
Kíkið a.m.k. á byrjun myndbandsins. Hvernig væri að fá að sýna borgarstjóra og fulltrúum ÍTR þetta og sjá hvort ekki væri hægt að vekja draum um eitthvað í Elliðaárdalnum t.d. Auðvitað vantar fjármagn, en hver veit nema það finnist hjá einhverjum sem vill flytja" peningana heim eftir öll lætin undanfarið :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2016 22:52 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Nýjar keppnisreglur
En svona utan allrar umræðu um réttar eða rangar keppnisreglur þá er kanski ekki úr vegi að spyrja hvort allir sem taka þátt í keppnum sem gilda til Íslandsmeistara séu gildir meðlimir í siglingafélagi innan ÍSÍ. Þeir sem ekki greiða félagsgjöld til siglingafélags eru sannarlega ekki gjaldgengir til keppni. Þetta á við um allar íþróttir. Þú tekur td ekki þátt í skotkeppni ef þú ert ekki skráður í skotfélag ;)
Mér finst oft gleðin yfir að fá menn og konur til að taka þátt í keppni yfirskjóta þessa einföldu staðreynd.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 22:33 - 24 apr 2016 22:50 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Nýjar keppnisreglur
Sæll Ólafur,
þú ert enn að vísa í reglur sem hafa verið kynntar fyrir 2017 og enn er hægt að útfæra á annan hátt kjósi næsta ferðanefnd að endurskoða þær, held að þín sjónarmið séu hér komin á framfæri. Varðandi keppnishald í ár þá geta þeir sem vilja ekki keppa í veltum sleppt þeirri keppni enda telja fimm stigahæstu. Það er augljóst að hin fullkomna flokkaskipting er ekki til og verður aldrei til, alveg sama hvað við tuðum mikið um hina og þessa bátsgerð. Þú getur ekki séð að breytingarnar muni auka þátttöku, en keppnisnefnd mat það svo að þetta gæti aukið þátttökuna ferðabátamegin, þátttaka síðustu ár gefur tilefni til breytinga. E.t.v mætti huga að því að skerpa á flokkaskiptingu en núna er litið svo á að kayakkeppnir séu alhliða og að ekki sé eingöngu mældur hraði í kappróðrum.

Stefnubreyting klúbbsins er svo allt annað mál og vel útfærðar tillögur eru teknar upp á aðalfundi árlega. Ef það er vilji fyrir því að fara þá leið sem þú nefnir, þá útheimtir það drífandi hóp fólks sem hefur áhuga á að taka verkefnið alla leið. Siglingaklúbbar sem starfa með börnum hafa oft á tíðum launaða starfsmenn á sumrin sem sinna námskeiðahaldi og þjálfun. Þetta setur ríkari kröfur á aðstöðu en það sem við við búum við en e.t.v mætti útfæra þetta í samvinnu við sveitafélögin. Fagna því ef að einhver nennir því en ég held að við séum komnir út fyrir efnið.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 21:45 #4 by olafure
Replied by olafure on topic Nýjar keppnisreglur
Ef rökin fyrir því að breyta reglum hafi verið þau að fyrirbyggja að keppnishald henti einni bátsgerð frekar en annarri þá skil ég ekki rökin fyrir því að setja öll surfski í keppnisbátaflokk. Wave báturinn er hægari en bæði Inuk og Taran en einnig er óréttlátt að setja wave í sama flokk og Rapier eða elite surfski, þessi rökstuðningur stendur ekki og það er ekki hægt að sjá hvernig þessi breyting komi til með að fjölga þátttakendum. Þeir sem settu núgildandi reglur gerðu úttekt á því hvaða reglur eru í öðrum löndum og unnu af fagmennsku og ástæðulaust að breyta þeim. Ég hef rætt við ýmsa um þessar breytingar og enginn þeirra skilur hvernig hægt er að blanda saman kappróðrakeppnum og veltukeppni til íslandsmeistara eða hvernig hægt er að ætlast til þess að þeir sem eiga bara surfski verði að útvega sér nýja báta og byrja að æfa veltur til að geta tekið þátt í öllum keppnum. Surfski eru ein tegund kayaka sem er komin til að vera, bæði sem keppnisbátar og ferðabátar. Ef einhver vill ábendingar um ágætis ferðabáta sem eru opnir og surfa vel þá get ég nefnt nokkra.

Mikið hefur verið rætt um að fjölga þátttakendum í keppnum og Gísli nefnir að menn yfir 30 ára eiga bara að keppa við sjálfa sig, ég held að það sé þannig hjá flestum en það langar samt alla að keppa við aðra á réttmætan hátt. Ef við viljum fjölga þátttakendum, þá þarf að byrja að fjölga þeim sem æfa fyrir keppnir og gera keppnir aðlagandi og með stíganda þannig að yngri þátttakendur sem verða framúrskarandi á Íslandi geti tekið næsta skref og keppt við jafnaldra á norðurlöndunum osfrv. ég sat í ungliðanefnd klúbbsins í nokkur ár en það var ekki til neins vegna þess að það var ekki til vilji til að skapa vetvang fyrir unga ræðara að taka fyrstu róðratökin og kveikja áhuga. Ef þessi klúbbur ætlar að verða eitthvað meira en útivistar og ferðaklúbbur fyrir þá sem eiga aur fyrir græjum þá þarf að breyta stefnunni. Ef það er vilji þeirra sem stýra klúbbnum að fara þessa leið þá stendur ekki á mér að leggja honum lið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 21:25 - 24 apr 2016 21:28 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Nýjar keppnisreglur
Sæll Hilmar,
Svara spurningunum.
Kayakklúbburinn á 5 eins báta til útláns sem verða notaðir í keppnina, tekur nokkrar sek að stilla þá til. Þeir sem hafa áhuga geta mætt þegar þeim sýnist og æft sig á þeim hvort sem er í kappróðri eða veltum. Það er líka fullt af bátum í sundlauginni sem henta í veltuæfingar. Meðan að það er bara einn bikar þá ætti þetta að vera alhliða kayakkeppni. Það er ekki hægt að segja að það halli á kappróðrarmenn ef að 5 keppnir mæla hraða og ein veltutækni...

Þú varst með hugmynd um að hafa tvo bikara og mér finnst hún ágæt. Fínt að fá sem flestar hugmyndir og sem innihaldsríkasta umræðu

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 21:01 - 24 apr 2016 21:13 #6 by Hilmar E
Replied by Hilmar E on topic Nýjar keppnisreglur
Sæll

Er ekki með nein nöfn í huga og ætla ekki að persónugera þetta spjall, Heldur var að meina 1 ferðabátabikar og einn keppnis.
En það er víst bara einn bikar.

Það sem ég var að meina er að það þarf að æfa ansi stíft og róa eftir plani. Ég prófaði að vera í 2 sæti ansi oft. stundum velti ég og lenti í allskonar hremmingum og það pirraði mig ekki mikið heldur leit á þetta sem heilsurækt og vara að reyna að bæta mig.

Reykjavíkurmaraþon er frekar frjálst þegar kemur að regluverki og held ég að það hjálpi þeim í þeirra velgengni,þar keppa allir á sínum forsendum óháð búnaði.

Sæll Andri var að skrifa á sama tíma og þú.

Vissi ekki af veltu keppni og spretti.

Sprettur er skemmtileg áhorfendagrein en hver á þennan bát sem á að nota? Hver og einn hefur sína uppsetningu á bát og gæti orðið smá basl að breyta honum fyrir hvern og einn.Svo þarf að æfa sig á honum. Mér finnst sprettróður skemmtilegastur af þessu en veltukeppnin hentar mér ekki en þar kemur æfingin aftur inn. Og nokkuð ljóst að þar þarf ég nokkur ár ef ég ætla að keppa en lokar gjörsamlega á þá sem notast við sit on top.

Þá kemur að því að best er að eiga 3 báta. hraðskreiðan sprettbát,hraðskreiðan ferðabát/mætti líka vera keppnisbátur, og svo góðan veltubát. og svo 3 sett af árum í stíl. er þetta til að auka fjöldann?

Bestu kveðjur
Hilmar






Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 20:47 - 24 apr 2016 21:15 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Nýjar keppnisreglur
Sæll Hilmar,
Það sem er breytt fyrir 2016 er að þrjár nýjar keppnir koma inn, ein veltukeppni, ein sprettróðrarkeppni þar sem allir eru á eins bát og svo Bessastaðabikar. Reglur 2017 hafa verið kynntar en það er verkefni næstu keppnisnefndar að útfæra þær í detail og staðfesta.

Langflestir félagar kayakklúbbsins eru á bátum sem eru hannaðir með áherslu á ferðalög en fámennari hópur er á bátum sem hannaðir eru með áherslu á hraða. Markmiðið að að fá sem mesta þátttöku og viðhöfum reynt að hanga í skilgreiningum á því hvernig bátar tilheyra hvorum flokk. Ein rök fyrir því að breyta reglum er að fyrirbyggja að keppnishald almennt henti ákveðnum bátum betur en öðrum. Þetta á að snúast um keppendurna fremur en bátana og þannig mætti færa rök fyrir því að það sé æskilegt að breyta reglum á hverju ári. Önnur rök eru að eldri reglur etja mjög mishröðum bátum saman í ferðabátaflokki. Núna er staðan sú að megináhersla í okkar starfssemi er á dagsferðir eða ferðalög en það endurspeglar áhugasvið meginhluta félaganna. Ef að það myndi færast aukin áhersla á keppnishald þá myndi ég fagna því, e.t.v væri þá fjölmenn keppnisnefnd sem stæði fyrir flottari íþróttaviðburðum þar sem að keppnisreglur væru meira klipptar og skornar. Starfssemi Kayakklúbbsins er borin uppi af nefndunum og þegar keppnisnefnd er fámenn og þátttaka í keppnum stopul verða keppnir á okkar vegum með "áhugamannabrag". Allir sem hafa áhuga á að starfa í keppnisnefnd eru hvattir til þátttöku.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 20:32 - 24 apr 2016 20:47 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Nýjar keppnisreglur
Hilmar - þú skrifar margt sem mætti ræða og annað sem er varpað fram án rökstuðnings. T.d.:
Er ekki bara ráð að þeir sem þrá þennan bikar svona svakalega og nenna ekki að æfa sig fái bara sitthvort eintakið sent heim? Líklega ert þú með einhverja sérstaka í huga og gætir frætt okkur á því hverjir það eru?

Það geta varla verið formaður eða fulltrúar í keppnisnefnd. Formanni ber að rökstyðja og verja ákvarðanir klúbbsins. Fulltrúar í keppnisnefnd koma fram fyrir nefndina. Nokkrir góðir félagar okkar mæta reglulega allan veturinn við Geldinganes og æfa þar oft í snælduvitlausu veðri og ég þekki þá?

Þeir tvímenningarnir sem þú minnist á voru miklir kappar og sýndu að hægt er að róa langt á 2ja manna surfskíði, tveim að vísu, því sá fyrri eyðilagðist. Í bókinni On my kayak around Mdagaskar, segir frá þvi þegar kappinn lærði að róa og smiðaður var opinn bátur fyrir hann sérstaklega. Þeir voru með margt fleira en komst í bátinn, m.a. stuðnings og sjónvarpstökulið, með bíla og bát til myndatöku - og svo slepptu þeir Langanesi og voru 5 mánuði á leiðinni.

Annars finnst mér persónulega að menn sem eru komnir yfir þrítugt eigi bara að keppa við sjálfa sig.
Færni er svo lengi hægt að auka þótt ekki mælist hún með svo einföldum tækjum sem skeiðklukku eða málbandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2016 15:36 #9 by Hilmar E
Replied by Hilmar E on topic Nýjar keppnisreglur
Sælir félagar

Ég er nú ekki harðasti kayakræðari íslands og ekkert farið á sjó nema 2 sinnum síðustu ár. Ekki hef ég heldur verið duglegur að starfa í kayakklúbbunum. En einhverra hluta vegna rambaði ég inná síðuna og fann þetta spjall. Það virðist vera árviss viðburður að reyna flokka opna báta frá keppnum og ýmislegt verið reynt í því sambandi. Samt sem áður eru fluttir inn fleiri fleiri gámar af sit on top(kayökum?) og áður en langt um líður verða þessir hefbundnu svuntubátar varla til nema í litlu mæli. Fólk velur þessa báta þar sem þeir eru mun auðveldari að komast um borð og sumir bara hreinlega finna fyrir innilokunar kennd með svuntu. persónulega er mér slétt sama og finn engan mun á hvort báturinn er með svuntu eða ekki.En ef einhver spyr mig mæli ég með svuntulausum til að byrja á. Varðandi keppnisreglur er öll umræða góð og ætti að fagna henni hvort sem menn eru sammála eða ekki. En ég skil Óla þegar það er alltaf verið að grautast í reglunum og enginn leið eiga sama bátinn 2 ár í röð. Er ekki bara ráð að þeir sem þrá þennan bikar svona svakalega og nenna ekki að æfa sig fái bara sitthvort eintakið sent heim? í staðinn fyrir að setja stein í götu annara. Ég mætti í engu formi á bát sem var talinn ólöglegur lengi vel en svo mældur í bak og fyrir og telst ferðabátur, en það hjálpaði mér ekki mikið og segir það annsi mikið um að formið skiptir öllu. Ég tel klúbbinn betur settan með að opna á fleiri ræðara og útgáfur til framtíðar litið. Þeir félagar sem tvímenntu kringum ísland um árið voru á opnum bát með helling af drasli með sér og hlítur það að teljast ferðabátur. ég hefði alldrei lagt í þennan róður nema á svona bát þar sem annar ræðarinn gat varla labbað og þurfti að hvolfa sér útúr bátnum og láta sig reka upp í fjöru. Ef menn hafa efasemdir um útbúnaðað bátsins er hann í minni eigu í dag og öllum velkomið að skoða.

Þegar þessar reglur sem gilda í dag voru settar voru færð rök fyrir því að þær væru þær einu réttu,hvað hefur breyst?

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2016 20:06 - 21 apr 2016 20:08 #10 by Andri
Replied by Andri on topic Nýjar keppnisreglur
Persónulega myndi ég ekki velja mér surfski í ferðalög og ég hélt að þau væru hugsuð í annað, en hvað veit ég..
Ég veit vel að klúbburinn er aðili að SÍL en það var tekin ákvörðun á sínum tíma að vera ekki aðili að Alþjóðlega Kayaksambandinu. Við höfum ekki miðað keppnishald við það sem gengur og gerist almennt erlendis heldur smíðað okkar reglur sjálf. Það er sú braut sem við höfum verið á, röng eða rétt. Gaman að sjá að klúbbfélagar hafi svona sterkar skoðanir á þessu því að síðustu ár hefur keppnisnefnd verið sú nefnd sem hefur verið erfiðast að manna, í dag er þetta fámennasta nefndin. Ekki bætir úr skák ef að sú vinna sem er unnin þar er afgreidd sem "leiðindi".

Ólafur, þú hefur fullt tækifæri til að taka þátt í að móta keppnisstefnu klúbbsins og mér heyrist þú hafa heilmikið til málana að leggja, má ég gera ráð fyrir þér í næstu keppnisnefnd?

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2016 17:27 #11 by olafure
Replied by olafure on topic Nýjar keppnisreglur
Klúbburinn er aðili að Siglingasambandinu sem er innan ísÍ. Aðrir siglingaklubbar eins og Brokey hafa verið að byggja upp ötullega og náð inn fjölda þátttakenda með því að einblína á keppnishald sem er eins og alþjóða siglingasambandið segir að sé rétt. Með því að velja keppnishald sem er eins og keppnir eru hjá jaðarhópum þá er klúbburinn á rangri braut. Af hverju ætti surfski ekki að vera ferðabátur Andri, opnir kayakar hafa verið notaðir til ferðalaga og útfærslur á þeim margskonar. Surfski og kayakar eru að keppa saman í flokk í keppnum erlendis þar sem reglurnar um lengd og breidd ganga yfir opna og lokaða báta. Ég skil sjónarmið sem Sveinn bendir á að ef það er ekki vilji stjórnar eða meirihluta meðlima klúbbsins að stunda keppnishald, að klúbburinn myndi segja sig úr Siglingasambandinu og einblína á ferðalög og útivist, kannski væri það lausn sem allir gætu verið sáttir við. Leiðindin eru þau Andri að það sé verið að semja reglur sem útiloka bæði báta og keppendur frá keppni og að verið sé að stuðla að keppnishaldi sem tíðkast ekki nema á örfáum stöðum annarsstaðar og er ekki blandað saman við kappróðrakeppnir almennt. Sprettróðrakeppni með eins bátum er fín hugmynd og það er ekkert mál að setja 30 kg á eða oní sum surfski ef það er þyngdin sem menn eru að pæla í.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2016 16:23 - 21 apr 2016 16:28 #12 by SAS
Replied by SAS on topic Nýjar keppnisreglur
Til umræðu hefur verið undanfarin ár, hvort við ættum yfir höfuð að vera standa í þessu keppnisstandi, Kayakklúbburinn gæti allt eins skilgreint sig sem ferða- útivistarfélag.. Það virðist vera himinn og haf milli áhuga ræðara á keppnishaldi sem slíku, í hvaða greinum ætti að keppa og við hvaða vinda aðstæður.

Keppnisnefnd ásamt stjórn Kayakklúbbsins fór nokkuð ýtarlega yfir þessi keppnis mál og ákveðið var að bæta verulega í og fjölga keppnum og tegundum keppna. Undanfarin ár hafa aðeins 3 keppnir verið haldnar, allt hraðakeppnir.

Þátttaka í þessum keppnum og áhugi hefur því miður ekki verið mikill. Til þess að reyna að auka þátttöku félagsmanna og annara. þá var ákveðið að hverfa frá einhæfu keppnishaldi og keppa í sem flestum greinum sem endurspegla sem mest hvernig kayakarnir eru notaðir af félagsmönnum. Það er stór hópur félagsmanna sem hefur engan áhuga fyrir hraðróðri, en getur miklu frekar hugsað sér að keppa í tækni og þrautum.

Sbr. keppnir má finna á norðurlöndunum, grænlendingarnir keppa í fjölbreyttum þrautum, hraðróðri og veltum. Á Anglesey Symposium í Wales hafa Inuit games verið haldnir undanfarin ár, þar sem er keppt í ca 6 km róðri, kasta spjóti í mark, og veltum. Það er vel hægt að keppa í fleiru en hraða. Spurning að við drögum SOT inn í þetta og keppum í flestum veiddum fiskum eða stærsta fiskinum? Það væri hægt að setja upp keppni í þyrlubjörguninni sem verður væntanlega haldin á Reykjavíkurbikarnum og verðlauna þá sem t.d. velta ekki eða lenda ekki á sundi..

Það er miður ef einhverjum finnist þetta vera vond þróun, í mínum huga eru þessar breytingar nauðsynlegar og ég hefði viljað ganga alla leið og láta 2017 reglurnar gilda í ár.

Hvað eiga annars surfskíði sameiginlegt með ferðabátum? Ein hugmyndin var að gera kröfu um að ferðabátar verði með 30 kg af "farangri" í keppnum, sem er líklega lágmarksþyngd fulllestaðs kayaks í ferðum, en var fallið frá því.

Keppnisnefnd hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá með 100% aukningu á fjölda keppna, fögnum því, frekar en að rífa niður það starf sem þegar hefur verið unnið. Keppnisreglurnar má finna í skjalasafninu

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2016 14:56 - 21 apr 2016 15:05 #13 by eymi
Replied by eymi on topic Nýjar keppnisreglur
Þetta árið eru ekki breytingar á flokkun báta, en fleiri og fjölbreyttari keppnisviðburðir.
Sú ákvörðun sem tilkynnt var um breytta flokkun á við næsta ár, 2017, en þangað til er góður tími til undirbúnings, skrafs og ráðagerða. Mæli eindregið með að allir sem hafa skoðanir á þessum málum komi sér þá saman í nefnd í vetur til að finna betri flöt á þessum málum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2016 12:27 - 21 apr 2016 12:29 #14 by Andri
Replied by Andri on topic Nýjar keppnisreglur
Ég verð að benda Ólafi á að Kayakklúbburinn er ekki aðili að Alþjóða Kayaksambandinu og reglur í Íslandsmeistaramóti eru ekki að þeirra fordæmi. Meginmarkmið keppnisreglna eru að auka þátttöku í keppnum og að mæla getu þátttakenda frekar en hraða báta. Sprettróðrarkeppnin er einmitt hugsuð þannig að allir séu á eins kayak og er vel til þess fallin að mæla getu ræðara óháð ólíkum eiginleikum báta, það er varla hægt að stilla upp sanngjarnari keppni en það. Ólafur talar um að það sé "fáránlegt" að útiloka surfski frá keppni í ferðabátaflokki en einhverjum kann að þykja fáránlegra að kalla surfski ferðabát.

Reglur í keppni um Íslandsmeistara eru á hendi keppnisnefndar en ekki skv erlendum fyrirmyndum. Áhugasömum félögum kayakklúbbsins er velkomið að starfa í þessari nefnd og taka þátt í utanumhaldi með keppnum og að móta keppnishaldið. Rétta leiðin til að hafa áhrif á þetta er að bjóða sig fram til að starfa í keppnisnefnd en ekki að gera eftirákröfur þegar keppnisnefnd er búin að leggja á sig mikla vinnu til að skilgreina keppnishaldið.

Ólafur biður um að reglum sé breytt til að ekki þurfi að koma til leiðinda. Ég veit ekki hvaða leiðindi er átt við, en við hin ætlum að hafa gaman og til þess er leikurinn gerður.

Ólafur, það er of seint að breyta þessu í ár en vertu velkominn í keppnisnefndina hvenær sem þú vilt.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2016 11:14 - 21 apr 2016 11:26 #15 by Ingi
Replied by Ingi on topic Nýjar keppnisreglur
Þú ættir að skella þér eina ferð til Grænlands Óli...
kv
Ingi

www.qajaqusa.org/QK/rules_for_competitions_in_kayak.htm#s2p4

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum