Til umræðu hefur verið undanfarin ár, hvort við ættum yfir höfuð að vera standa í þessu keppnisstandi, Kayakklúbburinn gæti allt eins skilgreint sig sem ferða- útivistarfélag.. Það virðist vera himinn og haf milli áhuga ræðara á keppnishaldi sem slíku, í hvaða greinum ætti að keppa og við hvaða vinda aðstæður.
Keppnisnefnd ásamt stjórn Kayakklúbbsins fór nokkuð ýtarlega yfir þessi keppnis mál og ákveðið var að bæta verulega í og fjölga keppnum og tegundum keppna. Undanfarin ár hafa aðeins 3 keppnir verið haldnar, allt hraðakeppnir.
Þátttaka í þessum keppnum og áhugi hefur því miður ekki verið mikill. Til þess að reyna að auka þátttöku félagsmanna og annara. þá var ákveðið að hverfa frá einhæfu keppnishaldi og keppa í sem flestum greinum sem endurspegla sem mest hvernig kayakarnir eru notaðir af félagsmönnum. Það er stór hópur félagsmanna sem hefur engan áhuga fyrir hraðróðri, en getur miklu frekar hugsað sér að keppa í tækni og þrautum.
Sbr. keppnir má finna á norðurlöndunum, grænlendingarnir keppa í fjölbreyttum þrautum, hraðróðri og veltum. Á Anglesey Symposium í Wales hafa Inuit games verið haldnir undanfarin ár, þar sem er keppt í ca 6 km róðri, kasta spjóti í mark, og veltum. Það er vel hægt að keppa í fleiru en hraða. Spurning að við drögum SOT inn í þetta og keppum í flestum veiddum fiskum eða stærsta fiskinum? Það væri hægt að setja upp keppni í þyrlubjörguninni sem verður væntanlega haldin á Reykjavíkurbikarnum og verðlauna þá sem t.d. velta ekki eða lenda ekki á sundi..
Það er miður ef einhverjum finnist þetta vera vond þróun, í mínum huga eru þessar breytingar nauðsynlegar og ég hefði viljað ganga alla leið og láta 2017 reglurnar gilda í ár.
Hvað eiga annars surfskíði sameiginlegt með ferðabátum? Ein hugmyndin var að gera kröfu um að ferðabátar verði með 30 kg af "farangri" í keppnum, sem er líklega lágmarksþyngd fulllestaðs kayaks í ferðum, en var fallið frá því.
Keppnisnefnd hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá með 100% aukningu á fjölda keppna, fögnum því, frekar en að rífa niður það starf sem þegar hefur verið unnið. Keppnisreglurnar má finna í
skjalasafninu
kv
Sveinn Axel