Níu félagar skelltu sér til Wales í ár en þetta er í 33. skipti sem Symposium er haldið í Holyhead. Íslendingar hafa verið duglegir að mæta en þetta var í fyrsta skipti sem ég fer með. Það er auðvelt að heillast af þessu róðrarsvæði en gríðarlega sterkir hafstraumar gera sjólagið mjög krefjandi, eins og margir klúbbfélagar þekkja. Veðrið var eitthvað að hrella okkur og mikill vindur gerði að verkum að ekki var óhætt að róa á öllum skemmtilegustu stöðunum en við fengum samt góðar aðstæður í þrjá daga, sunnudagurinn var ekki eins góður. Róðrarfyrirkomulagið er þannig að maður skráir sig í hóp eftir því hvort maður sé að sækjast eftir tidal race, dagróðri, tækniþjálfun o.fl sem boðið er upp á en svo er hópunum skipt upp eftir getu. Þannig var maður ýmist eini Íslendingurinn eða ásamt nokkrum fleirum í hverjum róðri, eftir því sem hver og einn valdi. Fyrir mig þá stóð tidal race á stað sem kallast "Penrhyn Mawr" uppúr en þar var hægt að surfa stórar öldur sem myndast þar sem að sterkur straumur flæðir meðfram skerjum. Á laugardeginum var vindur á móti straumi í Penrhyn Mawr og þá sköpuðust frábærar aðstæður. Það tók svolitla stund að skilja hvar var best að staðsetja sig og hvernig átti að beita bátnum en þegar það var komið og á meðan kraftar dugðu fengust margar ógleymanlegar "salibunur". Standlengjan þarna er mjög skemmtileg, litlar skeljasandsstrendur í bland við stórskornar strandlengjur með mjög hvössu grjóti. Á mánudeginum fórum við nokkrir í dagróður meðfram klettunum og þóttum eitthvað djarfir í "rockhop- inu" og úr varð sérstök ferð fyrir "suicidal Íslendinga" dagin eftir. Á þriðjudeginum vorum við þrír sem enduðum í ferð sem átti að verða mjög krefjandi og maður fékk það á tilfinninguna að nú ætti að láta Íslendingana finna fyrir því. Sú tilfinning magnaðist þegar það kom í ljós að það voru jafnmargir leiðsögumenn og þátttakendur... Planið var að róa í gegnum öll stærstu tidal race- in og til baka, langa leið í sjó sem var úfinn eftir mikið rok og á móti straum alla ferðina. Róðrarstjórarnir þarna eru varkárir og þegar við komum útfyrir fyrsta tidal race- ið voru aðstæður metnar þannig að ekki væri á það hættandi að halda lengra. Úr varð að við lékum okkur í staðin í Penrhyn Mawr og eyddum þar síðustu kröftunum síðasta daginn en aldan varð aldrei eins stór og var óttast. Eftir róður á þriðjudaginn voru allir búnir að fá hæfilegan skammt, flestir orðnir lúnir eftir fjóra krefjandi róðrardaga í röð og tilbúnir að fara heim.
Set nokkrar myndir úr ferðinni hér, ég er viss um að ég á eftir að skoða þessar reglulega þar til ég kemst aftur til Wales
plus.google.com/113214930379071443183/posts/WHPxwf3uqoc
Kv,
Andri