Dagsferð á Reykjanesskaga 14.Maí (Skráning)

09 maí 2016 11:35 - 09 maí 2016 22:14 #16 by Guðni Páll
Þessi ferð er hugsuð fyrst og fremst sem æfingar ferð fyrir sumarið og einnig til að upplifa frábært róðrarsvæði með góðum félögum.

Planið er að fara frá Stóru- Sandvík að Gólfvellinum í Grindavík sem eru um 20.km róður með einu stoppi.
Ölduspá og veðurspá er eins og best verður á kosið í á þessum slóðum eins og staðan er í dag. En það getur alltaf breyst og því verð ég á tánum varðandi það.
Betra er að hugsa að sjávarföllum á þessu svæði og myndi henta okkur vel að leggja á stað frá Sanvík um 11:30 leitið.





Staðsettning á Golfvelli Grindavíkur
www.google.is/maps/place/GOLFKL%C3%9ABBU...!4d-22.5108575?hl=is


Þar sem þessi ferð er farin fyrir opnu hafi verða kröfurnar 3 Árar.

Einnig mæli ég með að þeir sem ætla sér að sækja þessa ferð hafi meðferðis kort af svæðinu.

Einnig mæli ég með að fólk renni yfir þennan lista.
kayakklubburinn.is/index.php/frodhleikur...enu-39/155-bur-ayakr


Við þurfum einnig að skutla bílnum að Golfvellinum í Grindavík til að hafa þá þar þegar við komum þangað. Og sækja svo hina í Sandvík þegar fer er lokið. Ég ætla að sjá hvernig skráning fer af stað. Það gæti verið að ég reyni að útvega kerru handa okkur.

Skráning hérna á þessum link eða í 664-1264 Guðni Páll

A.T.H Hugsanlegar dagsettningar eru 14-15 Maí. Fer eftir veðri.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum