Róðrar á aflandseyjum

14 maí 2016 21:11 - 15 maí 2016 08:40 #1 by Sævar H.
Ég brá mér suður um höfin með spúsu minni í 2 vikur . Alla leið til Tenerife suður undir miðjarðarlínu og skammt vestur af Afríku
Þar skín sólin glatt hvern dag fram á köld.
Ekki fór ég í kayakróðra þarna þó tilefni hafi verið . Synti meira í sjónum
En þarna sem ég var stunduðu ferðalangar talsvert róðra ásamt öldubrettaleik (surf)
Þeir bátar sem voru vinsælastir voru af "sitontop" gerð og þá fyrir a.m.k 2 ræðara.
Fólkið réri langt á haf út og með ströndinni á þessu og virtist hafa hina mestu skemmtan af
Það var fremur klæðalítið en samt flestir með flotvesti.
Mér fannst þetta spennandi ferðamáti og ábyggilega skemmtilegt.
Fólkið sat þægilega ofandekks og skriðþungi var ágætur þegar knálega var róið
Stöðugleiki afar góður. Þetta gæti ábyggilega orðið vinsælt fjölskyldusport hér og tilbreyting frá okkar einmennings bátum
Kayaksport á Tenerife
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum