Hringróður umhverfis Ísland 2016

31 maí 2016 18:40 #31 by Guðni Páll
Smá uppfærsla frá Lee. Heyrði í honum núna rétt í þessu. Hann er staddur undir Stigahlíð og hefur ákveðið að snúa við í átt að neyðarskýli sem er um 2-3 km fyrir aftan hann. Þar ætlar hann að halda til í nótt vegna slæmrar veðurspár á þessu svæði. Það var orðið óróðrarhæft þarna undir hlíð og miðaði honum lítið sem ekkert áfram. Þannig þetta var það besta í stöðuni úr því sem komið var. En veðurspá fyrir kvöldið og nóttina er frekar slæm 15-20 m/s og þarna undir bröttum fjöllum getur það verið fjandi erfitt viðureignar. En ég hef komið í þetta skýli 2-3 og er það í þokkalegu standi ef ég man rétt. En mínir menn fyrir vestan er klárir að sækja hann svo í Bolungarvík á morgun og aðstoða hann eins og þarf. Hann hefur sett það á dagskrá að þvera djúpið á Fimmtudaginn en á Ísafirði fær hann nýjar matarbyrðir og fleira sem honum vantar. Hef þetta ekki lengra í bili.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2016 22:12 - 30 maí 2016 22:13 #32 by Sævar H.
Hann er heldur betur búinn að róa hann Lee Taylor síðustu 2 dagana-þá er hann losnaði úr fjötrum óveðurs og sjógangs, sem hélt honum föngnum undir Stálfjalli á Rauðasandi í 6 daga
Í gær réri hann frá Rauðasandi og fyrir Látrabjarg allt til Breiðuvikur- alls um 40 km róður á 5 klst.
Og í morgun um kl 11 lagði hann upp frá Breiðuvík og stefndi norður með Vestfjörðunum og þveraði þá Patreksfjörð,Tálknafjörð, Arnarfjörð ,Dýrafjörð og nam land á Sæbóli á Ingjaldsandi í Önundarfirði-alls um 70 km róður á um 9 klst..
Veður var afbgagðsgott-logn og sjólaust-lengst af hafði hann norðurfallið með sér ásamt smá golu.
Heildarróðrar vegalengdin á leiðinni umhverfis Ísland er um 381 km
Framundan er óvist veður en á morgun gæti hann samt komist í Skálavík ef hugur stendur til.
Eftir það verður slæmt veður í tvo daga.

Heildarróðurinn á Íslandskorti
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6290607341171502017


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2016 12:20 - 30 maí 2016 20:09 #33 by Sævar H.
Nú þegar klukkan sló 12 á hádegi 29. maí 2016 lagði Lee Taylor upp frá víkinni undir Stálfjalli við Rauðasand og stefnir vestur með Látrabjargi- efiir 6 daga veður og sjóteppu þarna.
Nú er spáin góð næstu daga á Vestfjörðunum og vonandi kemst hann allt á Skaga í þessari -næstu daga törn. Vel úthvíldur.

15:00 Um kl 15 er Lee að róa fyrir Bjargtanga og Vesfirðirnir framundan. Og afhverju lagði hann ekki af stað fyrr en kl 12 ? Jú, þá er háflóð þarna og að byrja að falla út-hann hefur því strauminn með sér fyrir Látrabjarg-alveg eins og sjósóknara okkar um aldir-hann kann þetta. ;)

Ps. Þetta eru um 30 km sem Lee hefur farið frá Stálfjalli og fyrir Bjargtanga á 3 klst-og reikni menn nú hraðann /klst.

Lee Taylor á róðri
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2016 22:49 #34 by Sævar H.
Nú hefur Lee Taylor sett inn þrjár myndir frá aðstæðum sínum þarna í víkinni við austurenda Rauðasands. Það rignir mikið og öldufarið við þessa annars fallegu skeljasandsströnd- er mikið og nær mjög langt út - minnir á Suðurströndina - nema sú er svört.
En á morgun fer að draga úr öldufari og vind að lægja auk þess sem vindátt færist til austurs- sem þá slær á Sv ölduna.....
Aðfaranótt sunnudagsins fer að rofa til fyrir hann og sennilega getur hann klárað Vestfirðina í þeirri góðviðrissyrpu--spennandi tímar framundan
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2016 11:35 #35 by Gíslihf
Það er margt mögulegt ef mikið er í húfi,
en ég er á sama máli og Sævar, leiðin fyrir Látrabjarg verður ekki vel fær fyrr en á sunnudag. Síðan er í raun ekki hlé til að lenda fyrr en í Hænuvík og brýtur á boðum við Blakknes.

Reyndar eru sandfjörur í Látravík, Breiðavík og Kollsvík sem leikinn maður eins og Lee getur skellt sér upp í, en verra að komast á sjó aftur í brimi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2016 19:56 #36 by Guðni Páll
Heyrði í Lee í dag. Hann ætlar að reyna að hefja róður kl 03:00 í nótt og komst fyrir bjarg. Miða við veðurspá þá held ég að það sé vel gerlegt.

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2016 19:35 - 26 maí 2016 19:39 #37 by Sævar H.
Þetta horfir ekki vel hjá Lee Taylor fyrr en á sunnudagsmorgun 29. maí
Ölduhæð þvert á Rauðasand og Látrabjarg verður 2,5- 3 metrar og hvass vindur á land.
Seint á laugardag fer að lægja í sjóinn og vindinn.
Á sunnudagsmorgun er spáð 1,6 metra ölduhæð þarna og þá brim í samræmi
Vindur genginn mjög niður og færst til SA- S og ber batnandi um sinn:
Öldudufl eru engin í nágrenni - Flatey of innarlega og Blakknes óvirkt
Bara Garðskagi og Straumnes- en þau syna bæði svipaða ölduhæð enda SV átt í langan tíma.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2016 19:34 #38 by Sævar H.
Þetta horfir ekki vel hjá Lee Taylor fyrr en á sunnudagsmorgun 29. maí
Ölduhæð þvert á Rauðasand og Látrabjarg veður 2,5- 3 metrar og hvass vindur á land.
Seint á laugardag fer að lægja í sjóinn og vindinn.
Á sunnudagsmorgun er spáð 1,6 metra ölduhæða þarna og þá brim í samræmi
Vindur genginn mjög niður og færst til SA- S og ber batnandi um sinn:
Öldudufl eru engin í nágrenni - Flarey of innarlega og Blakknes óvirkt
Bara Garðskagi og Straumnes- en þau syna bæði svipaða ölduhæð enda SV átt í langan tíma.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2016 10:13 #39 by Andri
Aumingja Lee
www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/26/stormur_a_vestfjordum/

Vonandi er þetta ekki það sem koma skal á hans hringferð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2016 19:36 - 25 maí 2016 20:49 #40 by Sævar H.
Auðvitað varstu,Guðni minn, í erfiðustu aðstæðum sem sem nokkur man eftir hér að sumarlagi á sjó- stöðug ótíð og eins og það fylgdi þér allan hringinn.
Hrein þrekraun út af fyrir sig að halda þetta mótlæti út í 3 mánuði og klára með glæsibrag.
En samt tókstu gott rúm fram yfir kalt tjald og blautan svefnpoka við landtöku- og seigur við að ná í svoleiðis munað. :P

Kveðja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2016 17:09 #41 by Guðni Páll
Ætli sá síðar nefndi hefði ekki frekar viljað fá sambærilegt veður og sá fyrri fékk. Þá hefði hann kannski ekki þurft að vera í 3 mánuði að berjast við versta sumar síðan 1957. Mér var allavega sagt það af fræðimönnum. En lúxsus einkenndi þessa ferð vissulega. Það er oft kosturinn við að styrkja gott málefni. Annars stendur Lee sig vel eins og sagði öllum að hann myndi gera. Vonum að veðrið fari að verða betra á þessum slóðum.

Kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2016 16:44 #42 by Sævar H.
Fyrri hringfarinn okkar var ekkert í svona gjálífi enda skamman tíma að klára hringinn. Sá síðari vildi meiri munað - helst engan tjaldbúskap eða útilegulíf. Sá tók sér góðan tíma í að klára hringinn ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2016 16:02 #43 by Andri
Ég hugsaði einmitt það sama.
Var enginn búinn að segja honum að það væri lykilatriði ef hann ætlaði að verða veðurtepptur á Íslandi, að hann ætti þá a velja sér stað þar sem er amk hamborgarastaður og sundlaug? :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2016 15:56 #44 by Orsi
...í guðsbænum er ekki hægt að senda manninum bækur? Eða að minnsta kosti hlýja sokka?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2016 10:07 - 25 maí 2016 12:25 #45 by Sævar H.
Það er stormur og hafsjór við Rauðasand og með Vestfjörðunum þar sem Lee Taylor dvelur núna
3 m ölduhæð myndar mikið brim við strönd og framundan alveg til föstudags er útlitið þannig
SV stormur í langan tíma gerir öldufarið erfitt þarna.
Sennilega kemst hann ekki af stað aftur fyrr en á föstudag.....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum