Hvítárferð 21.maí

16 jún 2016 19:44 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítárferð 21.maí
Og annað frá Martin úr Faxa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2016 21:23 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Hvítárferð 21.maí
Hér er skemmtilegt video frá Martin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2016 13:52 #3 by Martina
Replied by Martina on topic Hvítárferð 21.maí
Thanks for the great day! We finally made it back to civilisation, as well! B)
Here's the link for my photos:

drive.google.com/folderview?id=0ByBKVuXs...HhIVXM&usp=drive_web
The following user(s) said Thank You: Andri, Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2016 19:53 #4 by Helga
Replied by Helga on topic Hvítárferð 21.maí
Sammála Andri - þetta var frááááábær ferð :)
Ótrúlegt að fylgjast með ykkur töffurunum fara niður Faxa en magnaðastur fannst mér Tómas, 12 ára, sem sveif bara niður ánna fyrirhafnarlaust og endaði svo á að rústa mér í veltukeppni. Flottur strákur ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2016 21:24 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítárferð 21.maí
Hvítárferðin var alveg frábær.
Þeir sem mættu voru ég, Tómas, Örn, Helga, Sveinn Axel, Martin, Martina og Aino. Hópurinn réri allur frá Veiðistað í björtu og góðu veðri með vindinn í bakið. Strax í byrjun vildi Helga sýna okkur hvað hún væri klár að synda en eftir tvo sundspretti í ískaldri ánni var nóg komið og hún fór að bjarga sér á veltum :) Þegar við vorum búin að róa Hvítánna skelltu þrír sér niður Faxa meðan stór hópur áhorfenda fylgdist með.

Eins og alltaf fengum við frábærar móttökur á Drumboddsstöðum og fær starfsfólkið þar bestu þakkir fyrir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2016 09:57 #6 by Gunni
Replied by Gunni on topic Hvítárferð 21.maí
Ég kemst ekki með þetta árið, en ég mæli með þessu fyrir sjókayak fólk. Hvítá er ekki erfið og hentar vel til að kynnast vatnshreyfingu sem ekki algeng í G.nesi.
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 17:54 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítárferð 21.maí
Minni á skráningu í ferðina

Kv
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2016 08:21 - 17 maí 2016 08:21 #8 by Andri
Hvítárferð 21.maí was created by Andri
Sæl öll,
minni á Hvítárferðina á laugardaginn.

Texti úr ferðadagskrá hér:
Það er löngu komin hefð fyrir að fara bunu niður Hvítánna, seinni hlutann í maí. Eins og áður er sjókayak fólk hvatt til að stíga út fyrir þægindarammann og skella sér með. Þeir sem að treysta sér til geta farið frá veiðistaðnum en byrjendum er ráðlagt að fara frá Brúarhlöðum þar sem hópurinn mun sameinast. Kayakklúbburinn getur útvegað eitthvað af straumkayökum sem verður útdeilt á skráða þátttakendur. Hittumst á Drumboddsstöðum kl 10:00.

Það er opið fyrir skráningu hér á korkinum eða í andri hja reitir.is.
Varðandi lánsbáta þá gildir lögmálið "fyrstur kemur, fyrstur fær"

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum