Landfylling í Eiðsvík

18 maí 2016 19:08 - 18 maí 2016 19:15 #1 by Gíslihf
Við umræður um Sundabraut hafa verið settar fram ýmsar hugmyndir. Ein þeirra finnst mér sérstaklega dapurleg og mundi ég vilja efla andstöðu gegn henni ef hún er á teikniborðinu í alvöru.

Þetta er landfylling langt út í Eiðsvíkina frá athafnasvæði Sorpu út að stóra prammanum, þannig að Fjósaklettarnir sem nú setja svip á svæðið og eru besta þjálfunar og uppeldissvæði kajakræðara, verða geldir klettar upp í aðþrengdri fjöru eins og Skarfaklettur er við Sundahöfn. Hann var áður glæsilegur og setti svip á Viðeyjarsund. Á myndinn eru landfyllngar afmarkaðar með blárri línu.

Ég velti fyrir mér hvort hægt væri að vekja íbúa Grafavogshverfis og Mosfellsbæjar til að standa vörð um ströndina frá Gufunesi og inn úr. Það sem gert hefur verið til að skemma ströndina frá Gufunesi inn að Eiðinu er vel afturkræft og má hreinsa. Í skýrslu Línuhönnunar (Sundabraut 2. áfangi, júlí 2007) má sjá gert lítið úr gildi strandsvæðis við Laugarnes vegna þess að búið sé að breyta því hvort eð er!


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum