Sprettróður 2016.

02 jún 2016 10:03 - 02 jún 2016 10:06 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sprettróður 2016.
Sprettkeppnin var einkar góð og mjög áhorfsvæn.
Það verður að segjast að þessi velta og athöfnin hjá keppandanum við þær aðstæður fékk óskipta athygli og spennu þrungnar mínutur- kemst hann upp í bátinn eða gengur hann á land saddur keppnisrauna ? ;)


Þarna var spenna hvað mögnuðust
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 23:22 #2 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Sprettróður 2016.
Hérna er kropp úr tveimur myndum af félögunum Andra og Gunna, á fyrri myndinni eru báðir í góðum fíling.

En á þeirri senni sem er tekin 7 sek. síðar er Andri á hvolfi og það er beint samúðin hjá félaganum (Gunna), en það verður bara að giska á atburðarásina þarna á milli (ég hefði átt að skjóta aðeins þéttar).
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 14:48 - 01 jún 2016 19:45 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Sprettróður 2016.
Kærunefnd keppnismála sem er skipuð af formanni klúbbsins hefur tekið málið til umfjöllunar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að keppandi A lenti í sæti A.

Keppandi B getur áfrýjað en skal áfrýjun berast skriflega í fötuna sem er vinstramegin við þá sem er merkt með ,,flöskur" í aðstöðunni við Geldinganes.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 13:12 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Sprettróður 2016.
Overruled.
Engar sannari fyrir úrvindu, þreytu, máttleysi, svínaríi, eða fjölda veltna.

Ef A viðurkennir svona glórulausan fjölda veltu tilrauna þá styður það en frekar þvílíku klúðri hann var í.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 12:45 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Sprettróður 2016.
Mynd 1- keppandi B er úrvinda af þreytu, missir mátt og svínar í veg fyrir keppanda A
Mynd 2- keppand A er í þriðju tilraun af veltu, spólandi í appelsíninu meðan keppandi B nýtir síðustu kraftana í að flýja af vettvangi eftir að hafa hvolft keppenda A vísvitandi

Fyrst að ég fékk að vera keppandi A en Gunnar Ingi keppandi B þá er ég tilbúinn til að láta málið niður falla.
Ég mun þá túlka niðurstöðu keppninnar í stafrófsröð en ekki númeraröð :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 12:32 #6 by Gunni
Replied by Gunni on topic Sprettróður 2016.
Nú PR maskína yfirvalda greinilega komin í gang. Kvittur um kæru hefur greinilega lekið til valina aðila í efstu lögum klúbbsins.

En þetta er náttúrlega alger fásinna. Eins og sést á mynd 1 (sönnunargagn 1) er keppandi A í tómu basli við að stjórna bát sínum sem endaði með með því að hann ýtti mér út úr braut.



Þarna er öllum augljóst að viðkomandi (A) þarf mikinn stuðning sem ég að sjálfsögu veitti.
Ekki dugði það og eins og sést á mynd 2 er ég löngu kominn framhjá til þess að hafa átt nokkurn þátt í þessu klúðri viðkomandi.



þessu er því vísað á bug sem algjörri fávissu.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2016 19:53 - 31 maí 2016 20:30 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Sprettróður 2016.
Hér má sjá umdeilt atvik úr keppninni.





Þetta er tekið rétt áður en ég taldi mig hafa velt bátnum en myndin staðfestir það sem mig grunaði, þ.e að ég hafi fengið aðstoð við að fara á hvolf.
Takið eftir því hvar hægri hönd Gunnars Inga er!

Skömmu eftir að myndin var tekin gerðist það sem ekki hefur gerst lengi (á sjó :) ), þ.e að ég náði ekki að bjarga mér á veltu. Kenni því um að fyrir keppnina fannst mér klúbbárin heldur sleip og ákvað að sulla appelsíni á hendurnar til að gera þær klístraðar. Þegar árin blotnaði hafði herkænskan þveröfug áhrif og árin varð eins og áll í höndunum á mér. Þakka Jónasi fyrir að sýna mér þá tillitssemi að birta ekki myndir af sundinu en ljóst er að Gunnar Ingi þarf að svara fyrir gjörninginn! :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2016 19:16 #8 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Sprettróður 2016.
Hæ, hérna eru nokkrar myndir frá sprettróðrinum.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2016 09:03 #9 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Sprettróður 2016.
Greinilega vel heppnað, og frábærar myndir.

GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2016 17:15 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sprettróður 2016.
Skemmtilegur sprettróður í dag og flott stemning.
Þetta er alveg kjörin uppákoma að halda svona kappróðra þar sem allir standa jafnt að vígi .
Eins bátar eins árar bara ræðararnir sem eru mismunandi.

Nokkrar myndir frá uppákomunni í dag

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6289788104848941745

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2016 09:10 #11 by Gunni
Replied by Gunni on topic Sprettróður 2016.
Þessi viðburður er fyrir alla sem hafa róðið kayak, bara grín og gleði, keppnisskapið skilið eftir heima og notað síðar í annað. Allir með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2016 00:00 #12 by eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum