Hörpuróðurinn 2016 - Dagskrá

06 jún 2016 17:52 - 06 jún 2016 17:52 #1 by Helga
Ég er sammála strákunum, þetta var mjög fínn róður á sunnudaginn, takk fyrir mig.
Gaman að geta þess að það voru jafnmargir hjólreiðamenn sem mættu í róðurinn og kayakræðarar - kannski áhrif frá Stravanu hans Gunnars Inga.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2016 20:07 #2 by Sævar H.
Bjarni Kr. Hörpustjóri er búinn að gefa ferðaskýrslu- þá er mér óhætt að kíkja inn.
Ég sum sé fylgdist með að allt færi þetta vel fram-úr landi séð Því til sönnunar tók ég fáeinar myndir af herlegheitunum
Eins og Bjarni upplýsir var þetta hörkulið sem réri og vel mannað en bara ein kona sem hélt upp Hörpuróðrinum sem er stofnaður til heiðurs konum á kayak.
Róðrarstjóri var Örlygur og að auki höfðu þau hafnsögumann, þar sem það er kostur á hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar.
Veður var gott en nokkuð þungbúið.
Þetta varð hin besta skemmtun á að horfa.

Myndir frá athöfninni á Sjómannadaginn- hinn 78 . í röðinni frá upphafi. (af mjög sérstökum ástæðum veit ég það-alltaf) :-)
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6292800086391300033



Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2016 19:03 #3 by bjarni1804
Heilt og sælt veri fólkið
Hörpuróðurinn fór fram í dag, Sjómannadaginn, eins ráðgert hafði verið. Sex reru og Sævar var hinn sjöundi og tók myndir. Spáð hafði verið frábæru veðri og svo var, innan skekkjumarka, Hægur andvari var af landi í byrjun, en nánast áttleysa er yfir lauk. Þetta var feykivel mannaður róður og toppfólk í hverjum keip: Helga, Daníel, Guðni Páll, Ingi, Örlygur og Bjarni. Helga og Örlygur reru úr Geldinganesinu og enduðu þar líka ásamt þeim Guðna Páli og Inga, en við Daníel höfðum sandfjöruna við Skarfaklett í báða enda. Þetta varð Inga nokkuð dýr ferð því það kom í hans hlut að kosta glaður kaffidrukk Orsa sem og Hamborgarabúlluhamborga sinn og Guðna Páls.
Þakka fyrir og mætum galvösk að ári,
Bjarni Kr.
:) :) :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2016 18:46 #4 by Ingi
Bjarni verður að klára skýrsluna en ég leyfi mér að smeygja einum smá pósti frá mér persónulega. Ekki var þetta nú mikill róður verðurfarslega séð og kannski heldur ekki útfrá vegalengd eða hvaða aðra mælikvarað menn eru vanir að nota. En fyrir mína parta var þetta alveg frábær og passlega erfiður róður. Félagarnir voru lika allir í því að reyna sitt besta að vera ekki leiðinlegir. Það tókst bara vel hjá þeim. Grínlaust. Skemmtilegur dagur í góðum hóp þrautreyndra og valinkunnra ræðara sem héldu uppi merki klúbbsins á Hátið hafsins.
Takk fyrir mig.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2016 18:15 - 05 jún 2016 18:18 #5 by Orsi
Ég get ekki setið á mér að tjá mig um þennan feykifína róður. Bjarni sér um ferðasögu þegar og ef hann unnir sér svigrúms til skýrslugjörðar, en persónuupplifun mín af þessu var í samræmi við toppvæntingar. Og að setja seytján kílómetra í Sveinsbók var auðvitað toppurinn. Og að fá pening hjá Inga til að kaupa sér Texaskaffi á hátíðarsamkomunni líka toppur. Svo heilsaði Guðni Th. okkur.
Toppmál alveg. Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2016 23:20 #6 by bjarni1804
Heilir og sælir félagar.
Nú er Hörpuróðurinn framundan, á Sjómannadaginn eins og ávallt áður. Þetta er sá atburður, sem gerir okkur hvað sýnilegust og er þá hvað mesta auglýsingin fyrir kayaksportið vegna róðrarstaðar og fjölmennis við höfnina. Erfiðleikastig þessarar ferðar er ein ár, sem sagt gerst ekki léttara. Það verður stórstraumsfjara kl.: 12:24, hálfskýjað og hægur SSV við Sundin blá. Minni aftur á sólgleraugun. Leiðin á milli Skarfakletts og Danielsslipps er 5 km og því 10 km og fram og til baka.

Mæting verður við Skarfaklett kl. 12:00 og rennt á flot kl. 12:30. Skarfaklettur er við aðstöðu Viðeyjarferjunnar, vestast í Sundahöfninni. Fyrir þá, sem ekki hafa tekið þátt í Hörpuróðri áður, þá fer hann þannig fram að róið er með ströndinni, Laugarnesinu, Rauðarárvíkinni og Skúlagötunni inn í Reykjavíkurhöfn. Þar er róið um, skoðuð skip og skútur, þar til endað er í vikinu við Sjóminjasafnið, þar sem áður var Daníelsslippur, um kl. 14:00. Gott kaffistopp verður svo áður en róið er til baka og komið að Skarfakletti um kl. 16.

Minni ykkur á að vera ekki nærri skipum, sem fara um höfnina, því skipstjórnarmenn eru óhressir með að hafa þessar smáfleytur okkar nærri sér, þegar þeir eru á ferð.
Svo eru alltaf einhverjir sem taka þetta alla leið, sjósetja í Geldinganesinu og enda þar líka. Það má.
Bjarni Kr.
S.:894-6986

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum