Draumur um straum

19 jún 2016 08:15 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Draumur um straum
Setti fram þessa hugmynd á sínum tíma - man ekki nákvæmlega hvenær.

betrireykjavik.is/#!/post/1484


Kajak slalom er ólympíugrein og líklega einhver besta alhliða æfing fyrir kajakróður. Enda eru margir af bestu straumræðurunum með slalom bakgrunn - t.d. Mariann Sæther, Sam Sutton, Nouria Newman, Mike Dawson.

Hér í Voss er lítil slalom braut sem klúbburinn hérna setti upp og heldur við.

Endilega ýta á eftir þessu. Ég legg gjarnan mitt lóð á vogarskálarnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2016 19:52 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Draumur um straum
Takk fyrir þetta Sveinn Axel. ég ýtti aðeins á eftir þessu.. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2016 18:16 - 14 jún 2016 19:39 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Draumur um straum
Sá enga tillögu frá þér Ingi á vef Rvk. borgar.

Þú kvittar þá við þessa, setti inn þessa tillögu þó ég er ekki búsettur í Rvk,
betrireykjavik.is/#!/post/7980

kv
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2016 17:53 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Draumur um straum
Hvet þá Reykvíkinga sem ætla að henda inn ábendingum til að koma líka með tllögu að öldu undir Gullinbrú ;)
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2016 21:36 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Draumur um straum
það eru 13 myndskeið og þrjú kort af aðstððunni ef þið skrollið niður síðuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2016 16:23 - 12 jún 2016 16:27 #6 by Ingi
Draumur um straum was created by Ingi
með fylgjandi er linkur mót í straumvatni í Frakklandi. Reykjavíkurborg er að auglýsa eftir hugmyndum borgarana um betri borg og þætti mér tilvalið að benda borgaryfirvöldum á að hér gætum við búið til heimsklassa aðstæður ef viljinn væri til staðar. Á döfinni eru miklar framkvæmdir við ósa Elliðaáa og ef menn standa rétt að málum væri hægt að flétta inn í þær framkvæmdir topp aðstöðu þarna. Ef félagar taka sig saman og henda inn ábendingum á vef borgarinnar

betrireykjavik.is/#!/domain/1

þá gæti boltinn farið að rúlla
þið þurfið ekki að kunna frönsku til að sjá myndböndin..


www.pau-canoe-kayak.org/actualit%C3%A9s/...e-france-elite-2016/

kv
Ingi
The following user(s) said Thank You: Helga

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum