Ég var á þessu sjókayaknámskeiði í Nauthólsvíkinni um árið 2000 þar sem kafarar hafa sitt hús. Sigurjón Þórðarson var í forsvari- kayakmaður góður -á þann tíma mælikvarða.
Einhver annar var til hjálpar með honum. Fræðsla var um morguninn í kafaraaðstöðunni og eftir hádegi var farið á sjó á Nauthólsvík og ýmsir taktar kynntir- árabeiting - allskonar aðstoð ef á hvolf væri farið - svo sem að annar bátur kæmi að með stefni og sá á hvolfi gripi þar um og hífði sig upp og síðan félagabjörgun. Jú þetta með órólega menn í sjó - var talið ráðlegt að dangla í hausinn á þeim til stillingar-ekki rota.
Og að þessu loknu vorum við útskrifaðir sem fullgildir til róðra. Eitthvað gagn hef ég nú haft af þessu því þetta hefur dugað mér í 16 ár án nokkurra vandamála.
Síðan reyndi ég eitt eða tvö námskeið í Sundlaugunum - einkum í veltutilraunum- það fór allt í handaskolum- gagnslaust með öllu. Þá lögðust af svona námskeiðavesen, hjá mér
Búningurinn var alltaf blautgalli-buxur með böndum yfir axlir- fyrstu 10 árin. Síðan eignaðist ég tvískiptan þurrgalla og að lokum einn heilgalla. Þetta var notað jafn vetur sem sumar.
Og allatíð hefur hann Hasle Explorer reynst mér drýgstur til öryggis og góðrar heimkomu eftir misjafnt volk á sænum.