Nú er Ekstremsportveko í fullum gangi hér í Voss. Dagskráin hefur aðeins riðlast til vegna veðurs en heilt yfir gengið vel.
Ég Sjanghæaði mig í lið fyrir Horgi Ned sem er ein af stóru keppnunum á Veko. Þríþraut þar sem byrjađ er á skíðum, svo hjól (nánast downhill) og endað á kajak neđri Stranda, sem er rafting áin hérna.
Ég tók tvær æfingaferđir um helgina ásamt félaga mínum og seinni ferðin endaði með tveimur sundferðum, brotnum hjálmi og bólginni öxl. Áin var í ca 40m3.
Ekki laust við að ég fengi fiðring í magann á keppnisdaginn þegar ég sá að áin hafđi hækkað um tíu sekúndurúmmetra.
Skíđahlutanum var aflýst vegna þoku þannig að þetta varđ tvìþraut.
Allt gekk eins og planađ hjá mér. Þekki orðið línurnar nokkuð vel og ákvað bara að halda mig við þær sem ég tek oftast og halda viðráðanlegu tempói og engin afturábak tök. Gekk fínt. Kláraði þessa 2 km á 8:46 og var mjög sáttur.
Er spenntur fyrir að prófa einstaklingskeppnina á næsta ári.
Hér er hlekkur á myndir:
www.friflyt.no/Padling/Den-komplette-eks...ed-2016/20-08-42#img