Félagsæfing 30.06

01 júl 2016 22:29 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsæfing 30.06
Það voru vel yfir 20 ræðarar sem mættu til þessa félagsróðurs / æfingar byrjendur i bland við þrautþjálfaða ræðara sem æfðu sig í hinum ýmsu kúnstum.
Veðrið lék aldeilis við okkur og félagar voru mjög samtaka um að kenna og leiðbeina hvor öðrum ásamt því að æfa af krafti.
Takk fyrir frábært kvöld og flottar myndir frá Jónasi og Helgu.

kv
lg
The following user(s) said Thank You: Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2016 17:44 #2 by Helga
Replied by Helga on topic Félagsæfing 30.06
Aldeilis skemmtilegt kvöld. Hér eru fleiri myndir: goo.gl/photos/yZemDo6zDMMox5Yk8

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2016 00:49 #3 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Félagsæfing 30.06
Hæ, hérna eru nokkrar myndir frá félagsæfingunni.
Takk fyrir kvöldið , þetta var fín æfing.
Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2016 12:48 #4 by Larus
Félagsæfing 30.06 was created by Larus
Þar sem framundan er fyrsta út á land útilegan í sumar væri gagnlegt að helga félagsróðurinn björgunar og tækniæfingum.
Þeir sem hyggja á klúbbferðir eru hvattir til að mæta og æfa félaga og sjálf bjarganir, velturnar gera ekki boð á undan sér
og i erfiðari ferðum er ekki í boði að hafa ekki æft félagabjörgun oft og mörgu sinnum.
Það verður ekki róið langt en allir fá tækifæri til að æfa róðrartækni og bjarganir, því skal fólk vera undirbúið að blotna þurrgalli auðvitað það besta en tvískipt gengur líka.
Geri ráð fyrir að byrja með einhverjum áratækniæfingum og i kjölfarið fara allir i bjarganir úr sjó i bland við veltur eða hvað eina sem hugurinn girnist.
Vonast til að reynslumeiri ræðar verði viljugir til að kenna, aðstoða og auðvitað að æfa sig.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum