Það var ekki brakandi blíða þetta fimmtudagskvöld, SA strekkingur en sæmilega hlýtt og hékk þurrt. Níu ræðarar héldu frá Geldinganeseiðinu, austan megin, og stefnt var yfir í Þerneyjarsund. Ekki þótti fýsilegt að halda inn Kollafjörðinn, en þar stóð út sterkur vindstrengur. Því var tekin stutt pása í grjótinu í skjóli undir svo kölluðum Höfða, sem skilur að Kollafjörð og Álfsnes. Afráðið að halda vestur fyrir Þerney og Geldinganes. Talsvert bætti í vind á þeirri leið, en róður gekk vel í hagstæðu leiði. Betur þurfti að taka á inn Eiðsvíkina.
Allir ræðarar stóðu sig með prýði og þá sérstaklega tiltölulega óvanir nýliðar. Áætluð róðrarlengd er um 12 km.