Félagsróður 14. júlí

15 júl 2016 09:10 #1 by Páll R
Replied by Páll R on topic Félagsróður 14. júlí
Það var ekki brakandi blíða þetta fimmtudagskvöld, SA strekkingur en sæmilega hlýtt og hékk þurrt. Níu ræðarar héldu frá Geldinganeseiðinu, austan megin, og stefnt var yfir í Þerneyjarsund. Ekki þótti fýsilegt að halda inn Kollafjörðinn, en þar stóð út sterkur vindstrengur. Því var tekin stutt pása í grjótinu í skjóli undir svo kölluðum Höfða, sem skilur að Kollafjörð og Álfsnes. Afráðið að halda vestur fyrir Þerney og Geldinganes. Talsvert bætti í vind á þeirri leið, en róður gekk vel í hagstæðu leiði. Betur þurfti að taka á inn Eiðsvíkina.
Allir ræðarar stóðu sig með prýði og þá sérstaklega tiltölulega óvanir nýliðar. Áætluð róðrarlengd er um 12 km.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2016 08:45 #2 by Páll R
Róður í kvöld. Getum átt von á SA 8-10 m/s samkvæmt veðurspá.
Gæti hentað að fara Þerneyjarsund og eitthvað áleiðis inn með sunnanverðum Kollafirði.
Alltaf gott að hafa eitthvað með til þess að maula og drekka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum