Breiðafjarðarferð Klúbbsins.

17 ágú 2016 11:18 - 17 ágú 2016 11:20 #1 by SPerla
Við Kolla Önd þökkum fyrir frábæra ferð í frábærum félagsskap :silly: .
Hér eru mínar myndir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2016 23:41 #2 by Jónas G.
Takk fyrir fína ferð um daginn, ég er loksins kominn í bæinn með myndirnar mínar þær eru hérna .
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2016 22:49 #3 by Sævar H.
Afbragðs myndir og listrænar, Sveinn Muller

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2016 22:22 #4 by Sævar H.
Flottar lands og náttúrumyndir , Þorsteinn.
Landið og sjórinn skarta sínu fegursta .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2016 12:33 #5 by Þorsteinn
Óaðfinnanleg ferð í alla staði - veður, svæði, hópur, gestgjafar, stjórn - allt 110%
Þorsteinn

Myndir: goo.gl/photos/fUfo2CBjkm7yFMZUA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2016 12:30 #6 by Klara
Takk fyrir frábæra ferð, sérstaklega vel heppnuð í alla staði og höfðinglegar mótttökur í Akureyjum.
5* róðrar-og fararstjórn og skemmtilegur hópur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2016 08:11 #7 by Sveinn Muller
Takk öll fyrir frábæra ferð,
mikil upplifun fyrir nýliða eins og mig og mikil reynsla sem maður fær út úr svona ferð.

Eitthvað af myndum úr ferðinni:
goo.gl/photos/EXtgtHqLKpbASnhAA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2016 14:48 - 08 ágú 2016 22:32 #8 by Larus
Breiðafjörðurinn skartaði sínu fegursta þegar við ókum niður að sjó i gegnum land Ytri Fagradals, fáni klúbbsins blakti við hún á girðingarstaur við hliðið af veginum til að vísa þeim sem seinna komu veginn.
16 ræðarar lögðu af stað um klukkan 16, reyndir ræðarar í bland við öfluga nýliða sem voru að fara sína fyrstu klúbbferð á þessar slóðir. Róðurinn í Akureyjar gekk vel og ekki leið á löngu þangað til reisuleg húsin í Bæjarey blöstu við, þau Birgir og Lilja ábúendur í Akureyjum tóku á móti hópnum í Steingerði sem er hlaðinn höfn meira en 150 ár gömul og enn í notkun. Okkur var boðið að tjalda heima við hús á sléttu og fínu túni og ekki leið á löngu þar til allar dyr voru galopnar fyrir okkur þar með talið snyrtingin sem er hámark lífsgæðanna í svona ferð þar sem margir ferðast þétt saman.
Þegar tjaldborgin var risinn og allir höfðu snætt og farið í landfötin gengum við um eynna með Lilju sem fræddi okkur um staðhætti og lífið í Akureyjum.
Skömmu eftir miðnætti komu Egill og Marta út úr myrkrinu en þau komust ekki af stað með hópnum, ljósavélin var látin ganga lengi þetta kvöldið til að auðveldara væri fyrir þau að finna rétta eyju og landtökustað.
Dagurinn var tekin snemma enda heiðskýr himinn og fjörðurinn eins og spegill, hópurinn réri í rólegheitum um Slögusund og sá klettinn Slögu í Björgólfsey í fjarska þegar róið var í Arnórseyjar þar sem sérstakar klettamyndanir voru skoðaðar áður en stefnan var tekin yfir Hrúteyjaröst á háflóði þannig að straumar voru ekki að hafa áhrif á róðurinn.
Hrúteyjar voru hringaðar og land tekið, stórgerðir útselir þrír fylgdu hópnum yfir röstina og dóluðu sér í hæfilegri fjarlægð.
Þaðan var róið áleiðis til baka í Skarðseyjar og þá var heldur meira að gerast í straumum á milli eynna en ekkert sem var til trafala.
Í Skarðseyjum var gert hádegishlé áður en haldið var til Akureyja að nýju, farið var norðan við eyjarnar og land tekið í Klofrífur og Höfn.
Þegar í land var komið var fjara og því voru bátarnir tjóðraðir við nýju bryggjuna við Sótaklett á meðan beðið var eftir flóði til að flytja báta í Steingerði.
Eftir 22 km róður bauð Ellen hópnum uppá yoga teygjur sem var mjög gott og ætti að vera föst regla í klúbbferðum. Klara og Kolla drógu marga með sér í sjósund sem var ansi hressandi og gott að skola sig eftir heitan dag.
Kvöldið leið svo með hefðbundnu sameiginlegri eldamennsku og grilli í Steingerði, einhverjir söknuðu húslestrar að hætti Reynis en til þess þurfum við að hafa Reyni með í ferðum. Þegar aðeins fór að kula bauð Lilja hópnum til stofu þar sem hluti hópsins spjallað meðan aðrir sátu við tjöldin.
Sunnudagsmorgun var nýttur til afslöppunar, sjósunds og skoðunar til lands í heiðskýru og frábæru veðri. Eftir hádegi kvöddum við þau Birgi og Lilju sem með gestrisni sinni gerðu ferðina stórkostlega, það er ekki endilega sjálfsagt mál að fá 18 ókunnar manneskjur inná gafl til sín.
Á leið til lands var farð í land í Hrappsey þaðan sem gott útsýni var yfir eyjarnar á aðra hönd og Skarðströndina á hina, áður en róið var yfir til Fagradals þar sem bílarnir biðu okkar.
Af öllum þeim klúbbferðum sem ég hef farið um Breiðafjörð held ég að veðrið hafi aldrei verið okkur eins hagstætt sem gerði þessa ferð alveg frábæra en allar hafa þessar ferðir verið stórkostlegar.
Ég vil þakka eigendum Skarðseyja og Hrúteyja þeim Steingrími á Fossi og Sigurði og Erlu í Innri Fagradal velviljann þegar þegar ég fór þess á leit að fara um eyjarnar, Höllu í Ytri Fagradal fyrir að leyfa umferð og bílageymslu í sinu landi ásamt því að fara um hennar hluta Akureyja.
Þeim Gísla og Gunnari Inga þakka ég fyrir að taka því vel að vera skipaðir hjálparmenn í róðrinum og öllum þeim öðrum sem tóku þátt í ferðinni fyrir að skapa frábæra stemmingu og góðan hóp sem vann vel saman.

Þessir réru:
Perla, Sveinn Axel, Hildur, Jónas
Gunnar Ingi, Haukur, Gísli
Sveinn Muller, Ólafía
Eyjólfur, Egill, Marta, Maggi,
Ellen, Klara, Kolla
Þorsteinn, Lárus

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2016 23:15 #9 by SAS
Ferðin var einstök í einmuna blíðu. Takk fyrir mig.. Myndir er að finna á
goo.gl/photos/hdm9rDsHduL4gcwk8

kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2016 23:20 #10 by SAS
Hægt er að fylgjast með róðrinum í gegnum Spot tæki Kayakklúbnsins

share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...1o2qlEzPOmJgYd4SxWyj

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2016 18:11 #11 by Þorsteinn
Mæti.
Þorsteinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2016 17:12 #12 by Reynir Tómas Geirsson
Kæru félagar, ég kemst nú ekki með að þessu sinni, en óska ykkur öllum góðrar ferðar á frábærar slóðir. Kveðja, Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2016 13:55 - 05 ágú 2016 09:29 #13 by Larus
Staðan er þannig að 20 manns eru skráð í ferðina og allir komnir með far.
Veðrið virðist ætla að vera okkur hagstætt, þe lítill vindur og þurrt.
Mæting kl 16.00 ekki síðar, hliðið neðan við Ytri Fagradal verður merkt með fána klúbbsins,
Farið er í gegnum tvö hlið þeim verður að loka þar sem hestar eru á þessu svæði.
Jeppar komast niður í fjöru en minni bílar geta staðið aðeins ofar.

Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum til að pakka í báta og gera okkur klár, gott að hafa eitthvað að borða áður en við róum af stað, gerum ráð fyrir að vera ca 1.5 tíma að róa út,
er um 7 km róður.

Ef einhver vill hafa gps punkt i tækinu er hann:

N 65'22.057
W 022'14.019


Þátttakendur eru:

Perla, Sveinn, Hildur, Jónas
Gunnar Ingi, Haukur, Gísli
Sveinn Muller, Ólafía
Eyjólfur, Egill, Marta, Maggi,
Ellen, Klara, Kolla, Lee Taylor hringfari,
Þorsteinn, Guðni, Lárus


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2016 10:16 #14 by haukur
Ég er kominn með far :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2016 00:59 #15 by haukur
Er einhver Breiðafjarðarfari með auka pláss fyrir einn ræðara og bát ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum