Breiðafjarðarferð Klúbbsins.

28 júl 2016 16:27 #31 by Kolla
Ég mæti! :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2016 13:49 - 28 júl 2016 13:51 #32 by Larus
Akureyjar á Skarðströnd.

Ferðin hefst föstudag 5 ágúst við bæinn Ytri Fagradal á Skarðströnd,
mæting þar kl.16.00.
uþb. 240 km eru úr Reykjavik að Fagradal.

Ekið er sem leið liggur í gegnum Búðardal uþb. 30 km og beygt til vinstri á veg nr. 590 Skarðströnd og þar er ekið ca 10 km, við munum merkja hvar beygt er af vegi niður að sjó.

Þegar fólk er klárt með búnað í báta róum við yfir í Akureyjar, ca 7 km róður og gætum verið að koma þangað um 19.00.

Í Akureyjum er góð aðstaða til að tjalda til tveggja nátta.
Á laugardag tökum við daginn snemma og róum yfir í Hrúteyjar og skoðum þær.
Hugmyndin er að róðurinn verði ekki mjög langur þannig að tími gefist til að skoða eyjarnar og fá tima til að dvelja i og skoða Akureyjar.
Á sunnudag gætum við farið um vestari hluta Akureyja áður en við pökkum í báta og róum í land.


Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.
Allt vatn skal hver þáttakandi taka meðferðis heimanfrá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann a sólarhring, ekki er hægt að nálgast vatn i eyjunum.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn.

Ferð þessi er opin til þáttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu sjá texta hér að neðan:

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða. Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.

Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þáttakenda og simanúmer.

Róðrar og fararstjórar eru Guðni Páll og Lárus

Uppl gefur:
Lárus í síma 8224340
eða
larusgudm@gmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum