Það var blíðan í dag til lofts og sjávar og því fáir að stunda kaykasportið - en samt voru nokkrir sem voru á sjó frá Geldinganesinu í dag.
Ég brá mér í hefðbundinn róður um Leirvogshólma,Blikastaðakró, Þerney um Þerneyjarsund og síðan vestur fyrir Vesturey Þerneyjar og þveraði sundið yfir að Helguhól, þaðan sem ég réri inn á Eiðsvíkina og að eiðnu.
Logn var til sjávar og lofts en þegar komið var að Helguhól var komin innlög úr vestri og verulegur fallastraumur með ólgandi sjó .
Þá reyndi í fyrsta skipti á "grænlensku árina" í þeim öldudansleik.
Öll stóðum við okkur vel ,Hasle, sú grænlenska og ég á því dansiballi.
Það var að duga eða drepast - fyrir okkur öll
Hitti Þorberg og fjölskyldu Eiðsvíkinni.
Úr þessu var um 12 km róður án landtöku á 2:45 klst.- en samt spjallaði ég við fólk í Þerney sem var á báti og að búa sig til sjósunds í 14°C sjávarhita.
Sum sé það var úr þessu hin besta skemmtan um Versló.
Myndir af afrekinu
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6313206016656725393
Róðrarleiðin