Sæll Jói,
það er best að nota straumkayak eingöngu í straumvatni. Ástæðan er sú að ef þú lendir á sundi þarfti að komast í land til að tæma bátinn áður en þú heldur áfram að róa. Á sjó og stórum stöðuvötnum getur verið of langt í land til að koma sjálfum sér og búnaði á þurrt, í straumvatni skilar áin þér oftast að bakka á endanum. Mikilvægt er að hafa réttan búnað en jafnvel mikilvægara að vera ekki einn á ferð. Við róum reglulega frá Geldinganesi, minnst einu sinni í viku. Klúbburinn leggur mikla áherslu á að aðstoða nýliða og fullt í boði fyrir þá sem vilja byrja í sportinu. Þú getur lesið um þetta undir flipanum hér efst á síðunni Klúbburinn, og þá opnast flettigluggi þar sem þú getur valið "Til nýliða". Besta fræðslan sem þú færð er á námskeiði og í félagsróðri.
Sjáumst vonandi í róðri einhvern daginn.
Kv,
Andri