Byrjendabyrjandi

16 ágú 2016 13:47 - 16 ágú 2016 13:48 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Byrjendabyrjandi
Sæll,
kayakar eru misvaltir en þeir geta allir oltið.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2016 12:43 #2 by Jói ÖK
Replied by Jói ÖK on topic Byrjendabyrjandi
Takk fyrir gott svar, en þá kemur að öðru, er ekki talsvert minni líkur á að velta straumkayak í þokkalega lignum sjó heldur en sjókayak? Var eitthvað búinn að lesa fróðleiksmolann um útlit ofl eftir Steina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2016 12:15 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Byrjendabyrjandi
Sæll Jói,
það er best að nota straumkayak eingöngu í straumvatni. Ástæðan er sú að ef þú lendir á sundi þarfti að komast í land til að tæma bátinn áður en þú heldur áfram að róa. Á sjó og stórum stöðuvötnum getur verið of langt í land til að koma sjálfum sér og búnaði á þurrt, í straumvatni skilar áin þér oftast að bakka á endanum. Mikilvægt er að hafa réttan búnað en jafnvel mikilvægara að vera ekki einn á ferð. Við róum reglulega frá Geldinganesi, minnst einu sinni í viku. Klúbburinn leggur mikla áherslu á að aðstoða nýliða og fullt í boði fyrir þá sem vilja byrja í sportinu. Þú getur lesið um þetta undir flipanum hér efst á síðunni Klúbburinn, og þá opnast flettigluggi þar sem þú getur valið "Til nýliða". Besta fræðslan sem þú færð er á námskeiði og í félagsróðri.

Sjáumst vonandi í róðri einhvern daginn.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2016 23:20 #4 by Jói ÖK
Byrjendabyrjandi was created by Jói ÖK
Jæja góða kvöldið. Nú er ég í kayak-hugleiðingum, búinn að hafa delluna síðan ég prufaði fyrst þegar ég var um 12 ára, er núna 24 ára. Ég er búinn að prufa straumkayak (Úlfljótsvatni), sit-on-top (Stokkseyri í fenjunum og út í sjó) og sjókayak (Önundarfirði). Hef einni prufað riverrafting í Hvítá og eftir það ákvað ég að mig langaði að hafa þann möguleika nema bara á kayak. Ég bý fyrir ofan Geldingarnesið og langar mig einnig til þess að geta tekið stuttan hring í góðu veðri þar í kring. Svo þá er spurningin, er straumkayak alveg stórt NEINEI í sjóinn? Er ég að fara að reka á haf út? Eða kemst ég jafnvel ekkert úr sporunum? Ég hef sáralítinn áhuga á að sigla í vonskuveðri en vil að sjálfsögðu komast heim ef það hvessir. Gaman væri til dæmis að sigla frá Geldingarnesi og inn undir Gullinbrú í góðu veðri, það eru svona vegalengdirnar held ég. Hver er ykkar skoðun?
Mbk. Jói

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum