Laugardagsróður - 3. september

03 sep 2016 13:31 #1 by Klara
Þrettán bátar í sjó í sumarblíðu.
Fyrir valinu varð Þerneyjarhringur með stuttu kaffistoppi í sandfjörunni í Þerneyjarsundi.
Á bakaleiðinni var tekið gott stopp í Veltuvík þar sem menn og kour æfðu veltur, bjarganir, Feneyjarróður osfrv.
Nýir og nýlegir ræðarar stóðu sig vel og mæta vonandi aftur.
Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2016 10:08 #2 by Klara
Fyrsti róður skv. vetrartíma er á morgun, laugardaginn 3. september.
Mæting kl. 09:30, sjósett kl. 10:00.

Reyndar hjómar veðurspáin eins sumarspá, 14° hiti, sól og logn.
Ef þetta gengur allt eftir þá tökum við góðan róður með kaffistoppi.
Í gær var Viðey/Engey, þannig að hugsanlega tökum við esk útgáfu af Þerney/Lundey.
Sjáum til í fyrramálið.

Hvet alla til að mæta og það er alveg tilvalið að taka björgunaræfingar ofl. á meðan veðrið er gott og sjórinn hlýr.

Sjáumst á sjó B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum