Kynning mvd. 7.9. kl.14-16

08 sep 2016 09:48 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kynning mvd. 7.9. kl.14-16
Þetta var auðvitað bara fjör. Sum krakkanna voru öflug við framróður, þótt önnur tækni við að stjórna bát væri lítil en kraftarnir eru ekki sparaðir á þessum aldri ef eitthvað er skemmtilegt.
Það voru flestir með hug á að lenda í sulli þannig að blautbuxurnar runnu út eins og heitar lummur, en þær pössuðu ekki vel á alla. Tveir voru tveggja metra menn og neóprenið náði varla upp að geirvörtum, annar kvartaði um stórt gat í klofi og var hræddur um að verða kalt á viðkvæmum stað. Ég sannfærði hann um að það væri mun hollara en að verða of heitt þar og þá var málið útrætt.
Án alls gríns þá kostar ekki mikið að bæta þennan búnað.
Við Gummi sýndum þeim félagabjörgun, sjálfsbjörgun og veltur, síðan gerðu þau jafvægisæfingar, klifur af afturdekki í sæti, stuttan sprett og fleira.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2016 22:38 - 06 sep 2016 22:39 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kynning mvd. 7.9. kl.14-16
Takk félagar, gott að heyra frá ykkur - ég var að koma heim úr skyndihjálparnámskeiði.

Þetta verður í alveg í lagi og kennarinn mætir líka. Ég ætla að koma með einn straumbát og kanó og leyfa þeim sem vilja að prófa allt. Eina sem ég kann ekki á er surfskíðið :)

Ef ég væri í þeirra sporum og á þessum aldri mundi ég reyndar vlija fá kynningu á fjölbreyttu sjósporti: Brimbretti, SOT (ásetubát), SUP (ástandsbretti), sjóskíði og vinddrekabretti auk ólíkra sjó- og straumkeipa og seglskúta..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2016 21:50 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Kynning mvd. 7.9. kl.14-16
ekki spurning að allir sem lásu kynninguna hjá þér Gísli vildu skella sér í þetta partí. Þessi tímasetning útilokar bara margan áhugasaman félagann, held ég nú. Þar á meðal undirr. Ef þetta hefði verið í dag, ekkert mál. Í gær, sömuleiðis. En miðvd. nær ekki máli. Munaði samt mjóu. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2016 17:21 #4 by Guðni Páll
Ég myndi koma ef þetta væri ekki á vinnutíma hjá mér. En það hefur oft verið rætt um svona starf á vegnum klúbbsins.
Er ekki nokkuð ljóst að klúbburinn hefur ekki áhuga eða tök á því.
En gangi ykkur vel og góða skemmtun. Ég var með fyrirlestur fyrir nokkrum árum með Gísla fyrir sama skóla og hafði gaman af.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2016 16:27 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kynning mvd. 7.9. kl.14-16
Það væri vel þegið Gummi.
Sýnum þeim smá tækni og svo að koma bátum og fólki á flot.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2016 16:16 #6 by gudmundurs
Sæll Gísli
Ég get verið með þér á morgun ef þú vilt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2016 11:16 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kynning mvd. 7.9. kl.14-16
Það hefur enginn látið vita ennþá að hann vilji aðstoða mig við þetta verkefni.

Kennarinn skrifaði til formanns okkar: " .. við metum mikils þennan vilja ykkar hjá Kayakklúbbnum "

Hann heldur að klúbbfélagar vilji gera eitthvað fyrir unga fólkið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2016 14:10 - 05 sep 2016 14:47 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kynning mvd. 7.9. kl.14-16
BÚNAÐUR Kayakklúbbsins.
Ég skoðaði búnað klúbbsins með kynningu FG í huga, þar sem við eigum von á tveim 8 manna hópum.
Bátarnir eru 5 Valley Club, 1 Romany S, 1 Point 65, 1 Hasle Explorer, 1 tveggja manna Prijon og eitt Surfskíði og árar fyrir þá.
Svuntur, jakkar (skvettuheldir) og neoprentbuxur (Long John) eru nálægt 10 stk. og slatti af skóm. Buxurnar að vísu sumar orðnar druslur en það kemur ekki að sök, því að fáir nenna að fara í þær.

Björgunarvestin eru nálægt 8 talsins, en mættu vera fleiri, þar sem sum eru léleg og svo þarf mismunandi stærðir og gerðir.
Endurnýja mætti herðatré og bæta við þau.
Ég tek þá auka vesti frá sjálfum mér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2016 22:12 - 03 sep 2016 22:13 #9 by Gíslihf
Fjölbraut í Garðabæ er með útivistaáfanga og kennari þeirra Hans bað okkur um kynningu á sjókajak, en þau ætla einnig að kynnast sjósundi og klifri á önninni.
Kayakklúbburinn leggur til búnað og ég tek að mér kynninguna sem sjálfboðaliði og félagi í klúbbnum.
Hugmyndin er að vera með tvo 6-8 nemenda hópa, klst. hvorn n.k. mvd. 7.9. kl. 14-16, láta þau fá báta og búnað, sýna þeim eitthvað sem við kunnum og láta þau svo prófa sjálf og leika sér undir eftirliti.
Gott væri að fá einn eða tvo félaga til aðstoðar í þessu verkefni - ef svo vel vill til að eihver sé ekki fastur í vinnu á þessum tíma.

Látið vita hér - eða hafið beint samband - gsm 8220536

Kveðja,
gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum