Leiðbeiningar/ þjálfun fyrir klúbbfélaga

30 sep 2016 17:10 #1 by Unnur Eir
Takk fyrir góða tíma Gísli og láttu þér batna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2016 13:44 #2 by Gíslihf
Hlé verður á þessum tímum í nokkra daga vegna þess að ég er kominn með pest og verð lasinn liklega fram í helgi - vonandi ekki lengur.

Ég endurskoða áætlun fyrr framhaldið þegar þetta er yfirstaðið.

Bestu kveðjur - GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2016 21:04 - 28 sep 2016 13:40 #3 by Gíslihf
Takk fyrir góð ummæli, Kolla og fleiri og takk fyrir að vera með þessir 14 sem hafa tekið þátt hingað til. Vona ég að þetta nýtist vel.
Í dag voru nokkrir færir félagar með og gátu aðstoðað óvanari við æfingar.
Þessir tímar þurfa að standa undir því að get heitið Coaching/ þjálfun í veðri sem er ekki of mikil blíða eða að nýtast ræðurum sem eru ekki byrjendur.
1. tíminn var kennsla í að róa í hliðarvindi (7 m/s) með sweep og stern rudder án þess að not skegg eða stýri.
2. tíminn var þjálfun í að fara í áttu umhverfis 2 baujur og nota mest edge og fwd. sweep og afturábak í lokin.
3. tíminn voru edge æfingar og ymsar tilraunir með mismunandi halla.
4. tíminn var vinna með 'hanging draw' þ.e. árahliðarstýring alveg frá grunni, tækniæfingar, æfingar með lokið augu og hópþrautir.

NÆSTU TVEIR TÍMAR FRESTAST VEGNA LASLEIKA.
Næstu tveir tímar á fid. og föd. verða líklega framróður t.d. 100 m með tímatöku, hugsað fyrir hvern og einn til að prófa mism. áralag o.fl.
Á föstudag væri upplagt að reyna við eitthvað af þessum tækniæfiingum sem keppa á í n.k. sunnudag.

Annars ræður veður og geta þáttakenda hvað hentar hverju sinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2016 19:56 #4 by Kolla
Það var ansi gaman að mæta í kajakskólann í dag. Takk fyrir Gísli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2016 12:37 - 26 sep 2016 12:46 #5 by Orsi
Mæti í skólann í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 sep 2016 15:15 - 25 sep 2016 15:20 #6 by Gíslihf
Spáin heldur góð :(
Ég mun standa vaktina við þjálfun í komandi viku, mánud. þriðjud. fimmtud. og föstudag kl. 16:30 eins ég ég sagði.
Ég fer á sjó og verð með verkefni ef a.m.k. einn mætir og það var fínt þessa tvo daga sem eru búnir.

Besta leiðin til að geta örugglega stjórnað sjókajak þínum í erfiðu sjólagi er að vera viss um að þú æfir færnina í sléttum sjó og ráðir vel við að "edge, manoeuvre and handle your kayak with complete confidence and efficiency in calm water" eins og Cooper segir í kennslubók sinni Rough water handling.

Ég mun hafa þetta í huga í vikunni og vera með æfingar samkvæmt því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2016 18:48 #7 by Klara
Fékk einkakennslu í dag í áttu-róðri; aftur-á-bak og áfram og með "annarri".
Mæli með þessu framtaki hans Gísla, við höfum öll gott af því að æfa okkur :)
Takk Gísli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2016 21:48 #8 by Guðni Páll
Hvet sem flesta til að nýta sér þessa þjálfun hjá honum Gísla. Það er alltaf gott og mikilvægt að æfa nýja og gamla hluti.
Og það skiptir ekki máli hversu góður maður er. Maður þarf jú alltaf að æfa sig til að bæta sig.
Gísli er góður leiðbeinandi og með mikla reynslu sem allir geta nýtt sér.

Bestu kveðjur Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2016 14:17 #9 by Unnur Eir
Sæll

Ég þigg það. Get mætt einhverjar þessar dagsetningar.

Takk fyrir :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2016 22:51 #10 by Gíslihf
Bara mæta - það verður varla troðningur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2016 22:48 #11 by Þormar
Já frábært tækifæri. Þarf að skrá sig á einhvern dag eða bara mæta?
kv. Þormar :cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2016 19:45 #12 by Andri
Flott framtak og frábært tækifæri fyrir félagsmenn.
Ég reikna með að mæta einhverja af þessum dögum.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2016 13:53 - 21 sep 2016 13:59 #13 by Gíslihf
Leiðbeiningar og þjálfun á sjókajak næstu þrjár vikur.
Vettvangurinn er við aðstöðu klúbbsins við Geldinganes síðdegis kl. 16:30 - 18:30
eftirfarandi 12 daga: 22. 23. 26. 27. 29. og 30. sept. og dagana 3. 5. 6. 11. 13. og 14. okt.

Framtakið er ekki hugsað fyrir byrjendur, þeir þurfa að fara á byrjendanámskeið eins og tíðkast hefur.
Efnið hentar best fyrir félaga sem eru komnir af stað og vilja verða meira sjálfbjarga og ná betri tækni og góðri stjórn á bát.
Ef veður er ekki gott er það bara betra :cheer:
Ef reyndir félagar mæta til leiks, þá nýtist það mér fyrir sameiginlegar æfingar í þáttum sem ég þarf sjálfur að bæta.

Þátttaka er án endurgjalds fyrir klúbbfélaga.
PS: Ég er sjálfur að bóka reynslu til frekari BC kennsluréttinda.

Látið sjá ykkur - eða bendið á þetta.

Kveðja - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum