Félagsróður 1. október

03 okt 2016 09:57 #1 by Barasta
Replied by Barasta on topic Félagsróður 1. október
Nokkrar myndir frá kaffistoppinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 11:55 #2 by Þormar
Replied by Þormar on topic Félagsróður 1. október
Einnig var einhvað um selsskap.




Grasið á topnum þarna mynti Inga á hárgreiðsluna á Gunnari Braga. :lol:


Síðan var þessi ágæti drengur, sem ég bara veit ekki hvað heitir, í sínum síðasta róðri þar sem hann er á leið til síns heima í Póllandi. Sagðist eiga eftir að sakna mikið félagsróðrana. Ætlar róa öllu árum til að komast aftur til Íslands.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2016 21:29 #3 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 1. október
Fjölmenni var í félagsróðri í dag. Frá Geldinganesi fóru 21 ræðarar á jafn mörgum bátum, en við Viðey bættust 2 næturróðrarræðarar við hópinn. Stutt kaffistopp var tekið í "Kúmenbrekku" í Viðey og síðan var farið sömu leið til baka. Allir klúbbbátar voru í notkun (fyrir utan tveggja manna bátinn). Nýir ræðarar stóðu sig með sóma og úr var hin skemmtilegasti róður.
Takk til þeirra sem aðstoðuðu við að halda utan um þennan stóra hóp og gáfu sér tíma til að hjálpa nýliðum.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2016 09:38 #4 by Barasta
Replied by Barasta on topic Félagsróður 1. október
Prímusinn er kominn í lag og verður með í för :)
kv
Stefán

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2016 22:38 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 1. október
Ég kem með Kaffirjóma. Við eigum að gera vel við okkur loksins þegar fært er til róðra.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2016 19:27 #6 by Klara
Er ekki tilvalið að byrja október með góðum félagsróðri?
Á laugardaginn er stefnan sett á Viðeyjarhring ef aðstæður leyfa.
Gert er ráð fyrir nestisstoppi, en engu lofað :-)
Það er spáð austanátt, gæti blásið aðeins á okkur en miðað við veðurspá er það ekkert alvarlegt.
Tilvalið að æfa félagabjarganir og annað skemmtilegt áður en sjórinn kólnar.
Sjáumst á sjó.

Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum