Tæknikeppni - Sundlaugarmót

05 okt 2016 16:47 - 05 okt 2016 16:50 #1 by Gíslihf
Já Ingi, þú færð 'trois points' frá mér. Það er fyrir mestu að halda ró sinni.

Það er annars merkilegt hvað ólíkar íþróttagreinar verða svipaðar út frá þessum fræðum þjálfara. Tökum t.d. þessa fjóra grunþætti og horfum á knattspyrnuna. Tækni snillinganna (technical) er öllum ljós í knattmeðferð, leikaðferð (tactical) og úthugsaðar brellur og samspil eru endalaust viðfangsefni', snerpa, úthald og fimi gera oft gæfumuninn (physical) og loks reynir á sálrænan styrk, (psychologial) þegar illa horfir eða þegar áhorfendur eru andsnúnir.

Það er svo enn áhugaverðara hvort þessir þættir eiga við í daglega lífinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 okt 2016 11:09 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
Já Gísli ég hefði átt að fá aukastig fyrir að taka góðan tíma í þetta. En ég er nú að spá í að setja upp svona formúlu E braut upp í krikanum við staurana og æfa þar triixin. Ekki veitir af ef maður ætlar að hafa gaman að þessu.. :lol: :silly: :S
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 okt 2016 10:49 - 05 okt 2016 10:54 #3 by Gíslihf
Keppendur þurfa að glíma við tæknilegar þrautir, velja bestur aðferð, sýna líkamlega getu og sálrænt jafnvægi.
Fyrir þjálfun er talað um TTPP þ.e. 'technical', 'tactical', 'physical' og 'psychological' þætti.
Þetta mátti sjá í lauginni í þetta sinn en er ekki auðvelt að fylgjst með í keppni úti á sjó.
Þrautirnar reyndu á :
  • tæknilega færni (technical) sem aðeins fæst með æfingu, gott dæmi er handveltan
  • aðferð (tactical) við einstakar þrautir eða hvernig þær tengjast til að ná betri tíma
  • fimi og lipurð (physical) við sumar þrautir eins og svig aftur á bak
  • yfirvegun og ró (psychological) til að flýta sér ekki um of, fipast ekki eða ruglast.
Mér þótti áhugavert að horfa á þetta svona, finna taugaspennu hjá þeim sem stóðu við hlið mér, sjá mistökin og það sem vel gekk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2016 17:21 #4 by Valli Sport
Flottar myndir:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2016 17:19 #5 by Valli Sport
Voru komnar einhverjar myndir af þessu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 22:00 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
ég á meira inni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 21:54 #7 by Helga
Replied by Helga on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
Mjög skemmtilegur dagur og flott útfærð tæknikeppni. Takk kærlega fyrir mig :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 21:44 #8 by Jónas G.
Hæ, þetta var bara fínasta mót hjá ykkur, hérna eru nokkrar myndir frá því.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 21:27 #9 by Þormar
Sammála síðasta ræðumanni (Andra). Var virkilega skemmtilegt og hvetur mann áfram að æfa tæknina. Spurning að hafa aðra svona keppni áður sundlauga æfingarnar hætta fyrir sumarið svo að þeir sem nýta sér þessa frábæru aðstöðu sjá uppskeru vetrarins?


kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 20:48 #10 by Andri
Replied by Andri on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
Þetta var virkilega gaman. Þakka keppnisnefnd fyrir skemmtilegan og vel heppnaðan viðburð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 18:17 - 02 okt 2016 18:17 #11 by siggi98
Hér koma myndirnar mínar frá því í dag

Þetta var hin besta skemmtun.
http://www.sigurjonm.com/Kayaktaknikeppni2016
www.sigurjonm.com/Kayaktaknikeppni2016

kv
Sigurjon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 17:42 #12 by ingit
Replied by ingit on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
Virkilega gaman að þessu í dag!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2016 09:19 #13 by SAS
Replied by SAS on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
Keppnin hefst kl 14:00 og sá tími er skráður í "calendar" félagsins sem má sjá hægra megin á síðu Kayakklúbbsins

kv
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2016 16:14 #14 by Andri
Replied by Andri on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
Einhverjir voru að velta því fyrir sér kl hvað keppnin byrjaði, veit ekki hvar það hefur komið fram.
Þetta byrjar kl 14, ekki satt?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2016 19:54 #15 by Ingi
Replied by Ingi on topic Tæknikeppni - Sundlaugarmót
kém. með nefklemmuna
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum