Sæl öll. Það er tímabært að minna á hinn árlega næturróður í Viðey á sunnudagskveld, 9. okt. Þetta hefur verið óslitinn viðburður hjá klúbbnum sl. 10 ár, eða allt frá fyrstu tendrun súlunnar árið 2007.
Þessi róður hentar byrjendum líka, þannig að ekki sitja heima og halda að þetta sé fyrir alla hina. Og dagskrá okkar er eftirfarandi:
- Sjósett í G.nesi kl. 19.15.
- Friðarsúlan tendruð kl. 20.
- Haldið heim kl. 20.15 og komið í G.nes kl. 20.45.
Vantar einhvern róðrarljós á vestið? GG Sport er að selja svoleiðis.
Sjáumst