Seint í Í september kynnti ég þann góða ásetning að bjóða upp á þjálfun fyrir klúbbfélaga 12 tiltekna daga og var síðasti dagurinn 14. okt. Fyrstu 4 skiptin gengu vel en þá var ég kominn með hálsbólgu sem fór ofan í lungu, eða bara flensu, ég veit það ekki. Fyrsta vikan var slæm, og næstu tvær þreyttar.
Undanfarna daga hef ég verið með Magga og Gabriel að kenna nemendum frá Keili og hafði ekki orku fyrir meira.
Þetta var allt skemmtilegt en ég þarf nú að gera nýtt plan. Ég verð eitthvað með Magga í ISKGA námskeiðinu, en miðað við kröfur fyrir MWE Assessment þarf ég að skipuleggja meira af æfingum með lengra komnum við erfiðari skilyrði
Það er best að ég hafi samráð við þriðjudagshópinn og kanni hvort einhver séu til í slíkt.