Þetta gekk vel og straumurinn var bratttur milli kl. 5 og 6 og um 6:30 gátum við róið til baka upp á móti straumi. Þau sem tóku þátt voru Eymi, Helga, Hörður, Indriði, Jónas, Kristinn, Lárus, Páll R, Sigurjón Sig., Sveinn Axel, Örlygur og Össur og undirritaður GHF. (Vinsamlega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt.)
Ekki voru allir búnir að sjá æfingaplanið mitt og því set ég afrit hér, þetta eru þættir sem við verðum að nota meira eða minna í straumi. Tölurnar vísa í uppdrátt. Æfing B sem er skyld 'eddy line turn' reyndist erfiðari en við áttum von á og fáir ná enn tökum á æfingu G en það mátt sjá marga snilldartakta úr "áhorfendastúkunni".
Takk fyrir góða æfingu,
Gísli H. F.
A. Brun niður mesta strauminn, leið 1 2 3 4 5 6 Vera slakur og kynnast aðstæðum
B. Break in/ break out, leið 6 2 6 Inn í straum (2) með Sweep, edge undan straumi og krappri lágstuðnings beygju - framróðri – lágstuðningi aftur inn í 6, leiðin er hringlaga
C. Velta í straumi, leið 6 2 3 4 5 6 Gefa sér tíma og fara upp þegar straumurinn hjálpar, fara í æfingu D ef velta gengur ekki upp
D. Sund og björgun, leið 6 2 3 4 5 6 Hvolfa og fara út, en halda í bát og ár, kynnast kraftinum í straumnum, fara í sjálfsbjörgun eða frá félagabjörgun neðst í nr. 4
E. Break in/ yfir/ break out, leið 6 2/3 8, frjáls aðferð til baka í nr. 6 Inn í straum (2) með halla undan straumi og lágstuðnings beygju eða bow rudder beygju, róa inn í eddy nr. 8, inn með t.d. lágstðningi, leiðin er S-laga
F. Ferja yfir, leið 6 2 9 (8), frjáls aðferð til baka í nr. 6 Róa hratt móti straumi (kl 1-2) inn í straum, róa rösklega upp í móti og reyna að halda stefnu báts upp meða ferjað er yfir
G. Hanging Draw, leið 6 2 9 (8), frjáls aðferð til baka í nr. 6 Róa hratt móti straumi (kl 1-2) að straumskilum, vinda bol og teygja ár langt út í strauminn við eða aftan við mjöðm og reyna að halda stefnu báts upp meða ferjað er yfir. Breyta yfir í venjulega ferjun þegar hraði dettur niður eða yfir í break out í eddy nr. 8.