Félagsróður 22.10.

22 okt 2016 22:55 - 22 okt 2016 22:56 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 22.10.
Ég keypti mér hjólhest um miðjan júlí og setti á það vegmæli-sá stendur nú í 1330 km
En til að forðast einhæfni -þá gríp ég í fjallgöngur og á jafnlendi til að hvíla hjólhestinn.
Þetta hefur yngt kallinn upp um ein 20 ár í þreki og mikill fjöldi kílóa er horfinn af kroppnum.
Nú er komið að róa sig aðeins niður og fara til sjós-stefni á það
Svona er lífið margbreytilegt og skemmtilegt :P

Ég fylgist alltaf með hér - þó innkomur hafi minnkað um sinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2016 21:33 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 22.10.
Gott að heyra frá þér Sævar!
'Long time no see'!

Það er spurning hvor þú ert farinn að æfa fyrir þríþraut eða Ironman?

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2016 19:39 - 22 okt 2016 21:25 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 22.10.
Þetta hefur verið fjörmikill róður..
Aldeilis heppnir að ná honum Lárusi heilum á húfi.
Þetta kannski hvetur til að binda sig við ,bæði ári og bát.
Þarf ekki alltaf að tryggja að tveir samsíða vanir séu aftastir ?
Það gerðum við alltaf í gamla daga -þegar hvessti og margir saman.
Misstum aldrei mann fyrir borð
Það var svona eðlisávísun hjá okkur - það klikkaði ekki :)
Sjálfur hef ég lítið farið á flot að undanförnu- er í hjólreiðum og fjallgöngum
En stefna er samt til sjávarins á ný ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2016 14:22 - 22 okt 2016 15:48 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 22.10.
Fjórtán bátar fóru á sjó og allir komu þeir aftur en litlu munaði að þeir yrðu aðeins 13!
Áður en sett var á sjó voru 15 mín. notaðar á pallinum í að fara yfir toglínufræði og nokkur álitamál og ólík sjónarmið þekktra kappa þar um. Helsta niðurstaðan er sú að hver þarf að þekkja sinn búnað vel og æfa sig að nota hann við ólíkar aðstæður og fá reynslu af hvað getur tafið og flækst fyrir.
Vindur var heldur hægari en spáð hafði verið, hann var á bilinu 6-10 m/s. Leiðin lá fyrst að Leirvogshólma, síðan undan vindi inn í Þerneyjarsund og í sandfjöruna sem var að mestu í kafi enda flóð kl. 11. Þar var skipt í lið og völdu tveir og tveir sig saman fyrir toglínuæfingu allir nema við Hörður. Síðan var róið fyrir Gunnunes og þeir sem átti að draga sendir um 50 upp í vindinn og hinir komu svo á eftir, húkkuðu í bátana og drógu þá yfir Leiruvoginn. Þetta gekk vel og var ágæt æfing en alltaf kemur eitthvað fyrir sem eykur reynsluna á þessu sviði. Toglínan er helsta björgunartæki kajakræðara.

Síðan var komið við í Korpuósi þar sem áin var óvenju vatnsmikil og róið til baka innan við Leirvogshólma í vaxand öldu sem gaman var að fylgja. Það var einmitt þá sem eitt gleymdist, það var hin mikilvæga regla öryggisstefnunnar að fylgajst með öftustu ræðurum. Lárus sem hefur gaman af óvenjulegum þrautum fór að klifra út á enda bátsins og valt og bátinn rak hratt frá honum. Vindur stóð af landi en honum tókst þó að synda bátinn uppi, sem ekki er gert ráð fyrir að gangi í þessum vindstyrk. Páll R var álengdar og mun hafa tekið eftir að Lárus var í sjónum, en Páll var þó ekki í embætti 'sweepers'.
Hvernig gat þetta gerst? Við höfum slakað mikið á að framfylgja öryggisstefnunni í félagsróðrum, enda sterkir ræðarar oft saman eins og í dag. Skýringin er þó líklega sú að þegar ég leitaði að 'sweeper' vildi ég að hann væri með talstöð. Eitthvað var tæknin að stríða okkur þannig að tveir voru tilnefndir og því munu þeir ekki hafa tekið hlutverkið alveg til sín og mín var ábyrgðin að hafa þetta á hreinu.
Ég bað Lárus svo afsökunar og við erum sammála um að þetta má ekki bregðast jafnvel þótt stíll róðrarstjóra sé frjálslegur. Ég mun ekki láta þetta koma fyrir aftur, hvað sem talstöð líður, og vil minna aðra á það sama. Það er sérstaklega í lokin sem viðkomandi finnst verkefninu lokið en einmitt þá eru margir að æfa hinar og þessar kúnstir. Róðrarstjóri og 'sweeper' eru í þeim hlutverkum þar til allir eru lentir.

Annars takk fyrir góðan félagsróður og þátttöku í toglinufræðum og æfingu.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 okt 2016 11:35 - 21 okt 2016 11:36 #5 by Gíslihf
Sæl - ég tók að mér að vera róðrarstjóri.

Verðurstofan spáir SA 10-12 m/s í byrjun og síðan minnkandi um hádegið og það verður hlýtt og líklega rigning.
Flóð er um kl. 11 og við fylgjumst nánar með spá og veðri og veljum vel færa leið og ekki langt á móti vindi.
Það kemur í ljós hvort við förum í land, en ekki gleyma vatnsflösku a.m.k.

Ég vil biðja þá sem eiga og kunna á toglinur að hafa þær með.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum