Ég er með plan fyrir æfingaróður þriðjudag 1. nóv. - á sjó kl. 17.
Veður og sjólag verður gott, e.t.v. undiralda 0,5-1 m, og æfingin hófleg þannig að ekki þarf að vera alvanur til að vera með. Hins vegar þarf að hafa áttavita og ljós, því að nú verður myrkur um kl. 18. Misvísun er 15° - sjá mynd.
Verkefnið til að æfa er:
- róður eftir miðum (transits) og áttavita
- skerjaskopp (rock hopping)
- róður í myrkri
Kveðja - Gísli H. F.