Aðstaðan okkar og búnaður klúbbsins - umgengnismál

04 nóv 2016 10:57 #1 by Þormar
Það er ansi hart ef við þurfum að fara stofna umgengis löggu um búnað klúbbsins. Er þetta ekki einhvað sem þarf bara að hnykkja á annarslagið, t.d. vor og haust. Síðan reynum við öll að fylgjast betur með. Held líka að umgengni um búnaðinn sé alment góður í félagsróðrum. Það er á milli félagsróðara sem upp á vantar að mínu viti.

kv. Þormar
The following user(s) said Thank You: Þóra, Klara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2016 19:35 #2 by Orsi
Ingi þetta er málið. Spurning um að skrifa stutta starfslýsingu búnaðarráðherra og skella þessari hugmynd í framkvæmd hið fljótasta. Og svosumm ekkert mál að hafa lista, líkan þeim sem róðrarstjórar eru á. Og varla þarf að taka fram að ég skal vera fyrstur á þeim lista. Ingi nr. 2 og koma svohh.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2016 07:36 #3 by Ingi
Ég tek undir með Össuri. Verðum að fara vel með það sem við fáum lánað. Tillaga mín er að róðrarstjóri skipi í embætti búnaðarvarðar og að það sé ekki alltaf sá sami.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2016 21:56 #4 by Össur I
Sæl öll
Eins og allir vita á klúbburinn talsvert af bátum og búnaði en eitthvað hefur borið á að umgengni um þennan búnað hefur verið ábótavant.
Um þennan búnað gilda reglur sem í stuttu máli eru þannig. Þeir sem hann nota gangi frá honum eins og þeir tóku við honum og hugsa um hann eins og hann væri þeirra eigin eign. Ef einhver er ekki viss um hvernig hugsa ber um eigin búnað eru nánari reglur á vefnum og hér að neðan.

Reglurnar eru einnig HÉR (það þarf að skrolla)

Umgengnisleiðbeiningar klúbbbáta
  • Kayakklúbburinn á nokkra kayaka sem félagsmenn og gestir þeirra geta fengið lánaða.
    Lögð er áhersla á að þeir sem bjóði óvönum ræðurum með sér á sjó sé reynt
    kayakfólk sem hafi þekkingu og færni til að fara með minna vant fólk á sjó. Notkun
    báta í eigu klúbbsins er alfarið á ábyrgð þeirra sem fær búnaðinn að láni.
  • Bátarnir eru fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í róðri og prófa sig áfram í
    íþróttinni. Ekki er ætlast til þess að ræðarar séu „áskrifendur“ af bátunum og ef
    eftirspurn er meiri en framboð þá gildir það almennt að „nýtt“ fólk fær að prófa.
  • Eftir notkun skal skola bátana vel, þurrka mesta vatnið úr bátum og setja á sinn stað í
    búnaðarbátagámnum. Æskilegt er að taka lúgur af klúbbbátunum og skilja þær eftir
    opnar.
  • Búnað klúbbsins er ekki heimilt að nota utan Geldinganess, ekki er heimilt að
    taka/fara með búnaðinn eða nota hann í ferðar eða annað nema frá Geldinganesi.

  • Umgengnisleiðbeiningar smábúnaðar Kayakklúbbsins
    Skilja við búnaðinn eins og maður vil koma að honum sjálfur
    • Skola vel búnaðinn eftir notkun, galla, vesti og allan annan búnað.
    • Hengja búnað og galla upp til þerris eftir að hann hefur verið skolaður.

    • Róðrar kveðja
      Nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum