Sæl öll
Eins og allir vita á klúbburinn talsvert af bátum og búnaði en eitthvað hefur borið á að umgengni um þennan búnað hefur verið ábótavant.
Um þennan búnað gilda reglur sem í stuttu máli eru þannig. Þeir sem hann nota gangi frá honum eins og þeir tóku við honum og hugsa um hann eins og hann væri þeirra eigin eign. Ef einhver er ekki viss um hvernig hugsa ber um eigin búnað eru nánari reglur á vefnum og hér að neðan.
Reglurnar eru einnig
HÉR
(það þarf að skrolla)
Umgengnisleiðbeiningar klúbbbáta
- Kayakklúbburinn á nokkra kayaka sem félagsmenn og gestir þeirra geta fengið lánaða.
Lögð er áhersla á að þeir sem bjóði óvönum ræðurum með sér á sjó sé reynt
kayakfólk sem hafi þekkingu og færni til að fara með minna vant fólk á sjó. Notkun
báta í eigu klúbbsins er alfarið á ábyrgð þeirra sem fær búnaðinn að láni.
- Bátarnir eru fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í róðri og prófa sig áfram í
íþróttinni. Ekki er ætlast til þess að ræðarar séu „áskrifendur“ af bátunum og ef
eftirspurn er meiri en framboð þá gildir það almennt að „nýtt“ fólk fær að prófa.
- Eftir notkun skal skola bátana vel, þurrka mesta vatnið úr bátum og setja á sinn stað í
búnaðarbátagámnum. Æskilegt er að taka lúgur af klúbbbátunum og skilja þær eftir
opnar.
- Búnað klúbbsins er ekki heimilt að nota utan Geldinganess, ekki er heimilt að
taka/fara með búnaðinn eða nota hann í ferðar eða annað nema frá Geldinganesi.
Umgengnisleiðbeiningar smábúnaðar Kayakklúbbsins
Skilja við búnaðinn eins og maður vil koma að honum sjálfur
- Skola vel búnaðinn eftir notkun, galla, vesti og allan annan búnað.
- Hengja búnað og galla upp til þerris eftir að hann hefur verið skolaður.
Róðrar kveðja
Nefndin