Geldingarnes - gámar

03 nóv 2016 11:11 - 03 nóv 2016 12:16 #1 by Össur I
Sælir kæru félgar

Í gær, miðvikudag um hádegisbilið tók Maggi etir því að hengilásinn vantaði á gám nr: 1 við aðstöðuna okkar.
Við nánari skoðun kom í ljós að lásinn hafði verði skorinn í sundur með slípirokk.
Hvað menn ætluðust fyrir vitum við ekki en ekki vantaði neina báta í gáminn sem betur fer.
Vonandi fór þetta því betur en á horfðist, þeir sem eiga báta í þessum gám skoða málið hvort ekki sé allt eins og það ætti að vera.
Búið er að setja bráðabirgða lás og er lykillinn af honum í lyklahúsinu meðan nýr lás er í smíði.
Erfitt er að tryggja að þetta geti ekki átt sér stað en til þessa þarf verkfæri og einbeittan brotavilja.
Brýni því fyrir mönnum að tryggja bátana sýna vilji menn vera tryggðir fyrir því ef einhverjum dytti í huga að stela eða skemma báta.
Klúbburinn er ekki með þá báta sem í gámunum eru geymdir tryggða.

Kv nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum