Fjórir ræðarar voru í einhverri tímaþröng í dag, lögðu af stað rétt fyrir 9:30 og réru réttsælis Geldinganeshring en átta fóru á hefðbundnum tíma. Hóparnir tveir mættust rétt norðan við veltuvíkina en svo var haldið áfam. Það var hliðarvindur og útfall í Kollafirðinum og á heimleiðinni fengum við góð skilyrði til að æfa að taka mið í landi og róa stystu leið í hliðarreki. Kom á óvart hvað rekið var mikið því að það var ekki hvasst og við þurftum að stefna 10°-15° uppí til að halda miði. Fínasti róður og 13km í gulu bókina.
Kv,
Andri