ofurtungl 14. nóv.

14 nóv 2016 22:49 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic ofurtungl 14. nóv.
Takk fyrir að róa fyrir okkar hönd Orsi!

Þú klikkar ekki.

Ég ligg hér yfir greinum um hlýnun jarðar og reyni að skoða rök með og móti þætti mannsins þar í.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2016 21:48 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic ofurtungl 14. nóv.
Ofurmáninn hátt á himni skín-nú í kvöld

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2016 21:27 - 14 nóv 2016 21:43 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic ofurtungl 14. nóv.
Það var fríður hópur (eins manns) sem röri til móts við ofurmána eins og planað var og ekki bakkað tommu með planið sama hvað öllu skýjadrulli leið. Eftir tæpan klukkutíma opnaðist gluggi þar suðurfrá og þá blasti dýrðin við í öllu sínu veldi. Þakka þeim sem röru.
Þessi röri:
Orsi
myndasyrpa www.facebook.com/permalink.php?story_fbi...86992516&pnref=story

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2016 20:47 - 14 nóv 2016 20:48 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic ofurtungl 14. nóv.
Stjörnufræðin klikkar ekki. Aftur á móti segir Veðurstofan að nú sé alskýjað
www.vedur.is/vedur/spar/skyjahula/#teg=samsett
en Llilja leit út áðan og tunglið sést skýrt.
Hún spurði þá hvort þetta hefði ekki áhrif á hormónana!
Ég vissi ekkert um það, en svona eru áhugamálin ólíik:
Örlygur að róa, ég að reikna, sumir pæla í hormónum og svo framvegis :kiss:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2016 20:47 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic ofurtungl 14. nóv.

þetta er fyrir ykkur gömlu hippana

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2016 20:33 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic ofurtungl 14. nóv.
Sævar Helgi Bragason ,formaður Stjörnuskoðunafélags Seltjarnarness ,dóttursonur minn, er með einfalda útlistun á þessum stærðar mun millii minnstu ásjónu mánans og þeirrar mestu (ofurmána)
Hann líkir því sem horft væri á tvær pizzur sama á borði- sú minni er 15 " en sú stærri 16 " sem táknaði þá ofurmána.
Það þarf glögga sjón til að greina þar stærðaramun.
En hann bendir fólki á að horfa á mánann og skynja fegurðina :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2016 17:39 - 14 nóv 2016 19:33 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic ofurtungl 14. nóv.
Tungl jarðar sýnist vera misstórt þegar það er næst og fjærst jörðu.
Sjónarhornið í bogamáli (radiönum) er u.þ.b. jafnt hutfalli þvermáls og fjarlægðar tungls frá jörðu.
Því má síðan breyta í bogamínútur með því að margfalda með 60 og 180 og deila með Pi.

Þvermál tungls eru 3474 km, tunglnánd (apogee) 358.461 km, tunglfirð (perigee) 406.554 km
Þetta gefur sjónarhornin 29' minnst og 34' mest.

Þegar við lesum af spjaldi hjá augnlækni er meðalsjón þannig að við getum lesið stafi sem spanna 1' (1 bogamínútu) ef ég er skil svonefnda 20/20 sjón rétt. Sá mælikvarði á "sýnilega stærð" tunglsins jafngildir því að við gætum skrifað orð þvert yfir tunglið sem væru 34 stafir í kvöld en 29 stafir eftir hálfan (tungl)mánuð og meðalmaður gæti lesið orðið rétt.
Þessa pælingu gæti augnlæknir leiðrétt eða staðfest ef einhver slíkur les klúbbsíðu okkar.

Það er þó erfitt að lesa þetta ímynaða orð á tunglinu þegar alskýjað er á öllum þrem hæðunum eins og skýjahuluspá kvöldsins lítur út.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 nóv 2016 19:23 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic ofurtungl 14. nóv.
Jæja, þá er komið plan fyrir þetta dæmi. Mæting í Gnes kl. 18.30 annaðkvöld og sjósett þegar allir eru komnir í brækur. Tunglið verður þá nýkomið upp á NA himininn, eða kl. 17.31. Róðrarleiðin verður Þerneyjarhringur.
Fjarlægðin milli jarðar og mána er aðeins 356 þús km sem stappar nærri brjálæði.
Segja sérfræðingar.
Mætum og njótum þessa mikla fyrirbæris.
Þökk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2016 21:51 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic ofurtungl 14. nóv.
Mjog stor straumur tveim dogum siðar 16.11.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2016 18:03 #10 by Orsi
Replied by Orsi on topic ofurtungl 14. nóv.
það er eitthvað lægðadrull vestan við landið í lok vikunnar. Gæti verið glufa þá um kveldið, hvur veit.Yrði agalegt svekkelsi ef það þyrfti að fresta um átján ár.. Og svo verður örugglega vont veður þá. Gerum þetta á mánudaginn og það verður frábært skyggni. Ég er þegar búinn að skrifa róðrarskýrsluna svo þetta er frágengið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2016 13:40 - 07 nóv 2016 13:41 #11 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic ofurtungl 14. nóv.
Jamm. Næsta ofurtungl er laugardaginn 25 Nóvember 2034. Það væri því tóm vitleysa að hafa félagsróður bæði um morgun og kvöldið. Og miðað við magnið af kolefnisögnum sem við erum að dæla upp í lofthjúpinn og þá staðreynd að með hnattrænni hlýnun eykst uppgufun úr hafinu eru mestar líkur að að verði skýjað, tel ég lang farsællegast að við kýlum á þetta núna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2016 09:36 #12 by Barasta
Replied by Barasta on topic ofurtungl 14. nóv.
Líst vel á það, ef veður leyfir.
Romany-inn ætti þá að vera kominn úr slipp. Er í slipp núna, á að fá keel-strip, skegg-vír, eitthvað af endurskinsmerkingum m.m.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2016 23:34 - 06 nóv 2016 23:40 #13 by Orsi
ofurtungl 14. nóv. was created by Orsi
Nú er boðað stærsta túngl í 70 ár þann 14. nóv, sem ku vera mánudagur. Hvað, er ekki hægt að athuga með næturróður á þeim aftni? Ég er hlynntur svoleiðis uppátæki með venjulegum fyrirvara. Sérfræðingar á Alnetinu segja reyndar að þetta sé ekki mikið stærra en venjulegt fullt tungl - en ojæja. Þetta gæti orðið gaman. Næsta svona er 2034. Örugglega skýjað þá. Betra að drífa þetta bara af núna..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum