Félagsróður 11. nóvember

12 nóv 2016 22:41 #1 by Páll R
Veðurspáin gekk eftir, en 9 létu sig hafa það og ekki allir þrautreyndir. Róið að Fjósaklettum og áfram suður fyrir Viðey í talsverðum mótvindi. Látið nægja að halda að Drápsnesi, en þá snúið og lensað til baka. Smá leikur í öldum við Fjósakletta og fengust nokkrar góðar salíbunur. Um 7.5 km rónir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 nóv 2016 18:55 #2 by Þormar
Nýjar aðstæður fyrir þann óreynda í róðrinum í dag og reynslunni ríkari.



Vestan Stinningskaldi við Viðeyjarsund





Svo var leikið sér við Fjósakletta.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 nóv 2016 15:37 #3 by Páll R
Ég er skikkaður róðrarstjóri
Búast má við all snarpri vestanátt ,10-12 og jafnvel 12-14 m/s, þannig að vera þarf undir það búinn að fást við vind og öldu.
Hiti 3-4 gráður. Fjara um kl 10:30.

Verður streðað upp í vind eða lensað í upphafi róðurs? það er spurningin sem svarað verður á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum