19.11.2016

19 nóv 2016 13:58 - 19 nóv 2016 14:09 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 19.11.2016
Vindurinn lét lítið yfir sér við gámana og blés þá hóflega úr suðaustri en þegar nær dró Veltuvík var orðið allhvasst og norðan við Geldinganesið rauk úr sjónum af og til. Þegar sjór rýkur er vindur kominn yfir 20 m/s ef það er samfellt á stóru svæði virðist mér vindur vera orðinn 25 m/s. Austanáttin var blekking, trúlega einhver staðbundin hringiða eða lygna ('eddy') í loftinu.

Það er ágætt að reyna sig og venjast slíkum aðstæðum, en þó ávallt að gæta þess að koma sér ekki í vandræði.
Úrklippan af spákorti Veðurstofu sýnir vel hve stutt er milli vindsvæða og lýsir því vel að við rerum upp í vaxandi vind.

Við vorum 6 ræðarar, Valli, Ingi, Helga, Lárus, Andri og GHF.

sjór rjúki kemur fyrir í stöku Bólu Hjálmars sem er með góðum boðskap:

Fari Mammon flár úr skut
fyrrr en sær er rokinn,
annars stelur hann öllum hlut
í vertíðar lokin.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2016 13:36 - 19 nóv 2016 13:36 #2 by Ingi
19.11.2016 was created by Ingi
morgunróður í styttra lagi, en einn nennti að fara hing um Gnes
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum