Óskað var eftir að koma eftirfarandi á framfæri:
www.facebook.com/events/289766521385628/
Um þennan viðburð:
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, fjallar um hafið og siglingar í skáldskap allt frá Agli Skallagrímssyni og Ódysseifi, til kvæða Einars Benediktssonar og dægurlagatexta okkar daga. Hvernig birtist hafið – og þær söltu hetjur sem það sækja - okkur í skáldskapnum?
Sveinn Yngvi Egilsson er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og kennir þar námskeið um hafið og siglingar í skáldskap á vormisseri 2017. Erindi Sveins Yngva á bókakaffi í Gerðubergi byggir á sama vota grunni.
Nýjasta bók Sveins Yngva heitir Náttúra ljóðsins (2014) og fjallar um náttúrusýn íslenskra ljóðskálda á 19. og 20. öld, en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Sveinn Yngvi kannar nú hafið í skáldskap og birti nýlega grein um hafkvæði Einars Benediktssonar í tímaritinu Andvara.
Viðburðurinn er síðasta Bókakaffi haustsins í Gerðubergi, en það er haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og er vinsæll liður í dagskrá Borgarbókasafnsins. Fyrri viðburði haustsins má finna hér og hér. Bókakaffi hefur göngu sína að nýju í janúar.
Frekari upplýsingar veitir:
Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, sunna.dis.masdottir@reykjavik.is,
s. 411 6109