Bókarkaffi: Hafið bláa hafið - í kvöld

23 nóv 2016 12:42 - 23 nóv 2016 12:43 #1 by Gíslihf
Ég ætla að fara og halda áfram að hugsa um róður, sjó og málfar.

Gaman væri að hitta einhvern meðræðara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2016 10:49 - 23 nóv 2016 10:49 #2 by SAS
Óskað var eftir að koma eftirfarandi á framfæri:

www.facebook.com/events/289766521385628/

Um þennan viðburð:
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, fjallar um hafið og siglingar í skáldskap allt frá Agli Skallagrímssyni og Ódysseifi, til kvæða Einars Benediktssonar og dægurlagatexta okkar daga. Hvernig birtist hafið – og þær söltu hetjur sem það sækja - okkur í skáldskapnum?

Sveinn Yngvi Egilsson er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og kennir þar námskeið um hafið og siglingar í skáldskap á vormisseri 2017. Erindi Sveins Yngva á bókakaffi í Gerðubergi byggir á sama vota grunni.

Nýjasta bók Sveins Yngva heitir Náttúra ljóðsins (2014) og fjallar um náttúrusýn íslenskra ljóðskálda á 19. og 20. öld, en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Sveinn Yngvi kannar nú hafið í skáldskap og birti nýlega grein um hafkvæði Einars Benediktssonar í tímaritinu Andvara.

Viðburðurinn er síðasta Bókakaffi haustsins í Gerðubergi, en það er haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og er vinsæll liður í dagskrá Borgarbókasafnsins. Fyrri viðburði haustsins má finna hér og hér. Bókakaffi hefur göngu sína að nýju í janúar.

Frekari upplýsingar veitir:

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, sunna.dis.masdottir@reykjavik.is,
s. 411 6109

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum