miðvikudagsróður í haustblíðunni

23 nóv 2016 17:52 #1 by Ingi
Mikil blíða og sléttur sjór þegar við Kiddi lögðum af stað í morgun. Smá austan gjóla eftir að stefnan var tekin á Lundey og hún hringuð. Kiddi var að vígja NDK Explorer sem hann fékk í hendur fyrr í vikunni. Rifjuðum upp sæluna á Grænlandi og gleymdum næstum því að beygja í suður þar sem okkur fannst við sjá í jökulskallann mikla á Grænlandi við sjónarröndina. En það verður að bíða betri tíma. Hittum sel sem heilsaði við vesturenda Viðeyjar. Hálf einsela fannst mér.
Mikill fjöldi nýræðara á vegum Magga var að galla sig þegar við komum í land um eittleytið. Það verður ekki róðrarstjóra hörgull ef þessir skila sér allir í klúbbinn.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum