Fèlagsróđur à morgun

26 nóv 2016 22:57 - 26 nóv 2016 23:00 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Fèlagsróđur à morgun
Orsi, Egill, Svenni, ég,
Helga. Ólavía og Klara
Ingi T, Kiddi,Lárus
Tobbi, Egill Erna og Eymi,
með Gumma Sv.
Smári og Andri forma'ur
Gísli H. F kom til að sjá mætinguna en reri ekki..
Frábær róður og stjóri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2016 21:08 #2 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Fèlagsróđur à morgun
Það var eitt sinn ritað í minningargrein að bestu félagana eignaðist maður í lúðrasveitum. Ég held að þetta sé tómt kjaftæði eftir að hafa fengið að vera þess heiðurs aðnjótandi að vera róðrastjóri í félagsróðri innan um margreyndar konur og menn.
Róðraleiðin var sumsé ákveðin á palli og var róið austur fyrir Geldinganes og þar norður fyrir Þerney. Þaðan var róið á skemmtilegu lensi fyrir vesturenda hennar og í vesturenda Geldinganess. Þaðan tók við nokkuð streð móti vindi inn voginn að gámum vorum aftur.
18 bátar voru á sjó og gaman að sjá glænýja og stífbónaða spíttbáta innan um eldri og virðulega sjókeipa. Ekki var síður gaman að heyra af góðklárnum Funa sem Örlygur hefur nýverið tekið að sér.
Hafið kæra þökk fyrir mig.
Guðmundur Sveinbjörn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2016 21:41 #3 by gudmundurs
Sælir félagar
Èg er róđrastjóri à morgun. Þađ spàir austan vindi og hita viđ frostmark. Róđraleiđ verđur àkveđin à pallinum.
Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum