Takk fyrir þetta Ingi. ég set bókamerki við þessa grein í vefskoðara minn og les greinina seinna.
Ég man þegar ég var að þvera firði Vestfjarða og milli nesja á Hornströndum að oft hélt ég að stutt væri eftir þegar enn var um klst. róður eftir.
Þá gat virst vera ládautt og lendandi undir bjargi framundan, en það var vegna þess að brot haföldunnar var falið undir hafkúpunni.
Það varð svo sýnilegt þegar nær dró og vonbrigði að ekki var fært að lenda í grýttri fjörunni.
.