Á mbl.is er nú frétt um verðlaunatillögu um skipulag Gufuness. Vísað er til Facebókarsíður Dags B:
www.facebook.com/dagurb?fref=ts
Ef þið skoðið loftmyndir þá sjáið þið að Fjósaklettar eru ekki lengur á kortinu.
Það er skylda okkar að benda á hve mikilvægir Fjósaklettar eru. Margir sjókajak ræðarar hafa fengið þar mikið af þjálfun sinni og þar er gott að vera í ýmsum veðrum. Ekki væri verra ef fjörur sem hafa verið fylltar upp væru endurheimtar. Önnur mál á sömu blaðsíðu eru ströndin á svæðinu alveg inn að Mosfellsbæ og frjáls för sjávarfalla gegnum Eiðið.
Ég er til í að vera með ef myndaður væri hópur til að ræða við skipulagsyfirvöld eða kjörna fulltrúa.