Frétt um Gufunes framtíðarinnar

12 des 2016 16:58 #1 by Andri
Þetta yrði nú eitthvað annað en núverandi ruslahaugar og hreysi. Nái hugmyndirnar að ganga eftir þá sýnist mér óhætt að leggja niður saunanefndina og falla frá stofnun pottanefndar. Hótel, sundlaug, ylströnd og skemmtistaður :woohoo: . Hægt að skreppa á djammið og róa heim, ætli það megi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2016 23:34 - 11 des 2016 23:38 #2 by helgia
Það er meira um þetta á vef Reykjavíkur .

Þarna er m.a. hlekkur í kynningarspjaldið fyrir tillöguna, sjá _hér_ og þar sést að klettarnir eru þarna ennþá miðað við loftmyndarkortið. Væntanlega hefur klettunum verið sleppt á tölvumyndinni til að spara vinnu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2016 18:44 #3 by Ingi
Merkilegar tilllögur. Ég trúi því ekki að farið verði í að fjarlæga Fjósakletta. Það kostar. Svo eru þeir ekki fyrir neinum. Annars fengu þeir nöfn í síðasta félagsróðri. Hörður og Gísli heita þeir tveri sem eru næstir landi. Eigum eftir að finna nöfn á hina.
Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2016 17:25 #4 by Gíslihf
Á mbl.is er nú frétt um verðlaunatillögu um skipulag Gufuness. Vísað er til Facebókarsíður Dags B: www.facebook.com/dagurb?fref=ts

Ef þið skoðið loftmyndir þá sjáið þið að Fjósaklettar eru ekki lengur á kortinu.

Það er skylda okkar að benda á hve mikilvægir Fjósaklettar eru. Margir sjókajak ræðarar hafa fengið þar mikið af þjálfun sinni og þar er gott að vera í ýmsum veðrum. Ekki væri verra ef fjörur sem hafa verið fylltar upp væru endurheimtar. Önnur mál á sömu blaðsíðu eru ströndin á svæðinu alveg inn að Mosfellsbæ og frjáls för sjávarfalla gegnum Eiðið.

Ég er til í að vera með ef myndaður væri hópur til að ræða við skipulagsyfirvöld eða kjörna fulltrúa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum