Árið 2017 hefst fyrr en varir.
Ég ætla að vera með námskeið í vor og svo um haustið, tveggja mánaða tíimabil í senn. Þetta má sjá aðeins nánar á Facebókarsíðu Kajakskólans
www.facebook.com/kajakskolinn/posts/
Maggi ætlar að vera með námskeið fyrir byrjendur í Laugardalslaug eftir áramótin, ef ég hef skilið hann rétt, auk ISKGA námskeiða sem hann er með fyrir Keili og Arctic. Það vantar þá bara námskeið fyrir byrjendur í straumnum en það er ekki beint mitt fag, þó mér þyki spennandi að prófa strauminn líka.
Það er betra að gera svona áætlun en ég hef alltaf helst viljað geta stokkið á hlutina án þess að vera bundinn af einhverjum áætlunum

Nú gat ég sagt Magga að ég væri til taks fyrir leiðsögn með hópa á sjókajak þegar mest er um að vera hjá ferðamönnum, frá miðjum júní og fram í verslunarmannahelgi. Svo þarf kallinn að finna sér eitthvað til að fást við fram í apríl