Jeff pælir í ábyrgð

13 des 2016 15:32 - 13 des 2016 15:37 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Jeff pælir í ábyrgð
Þetta eru áhugaverðar pælingar. Hér er gagnlegur linkur:
www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur...reglur-10.2.2005.pdf

Það gilda semsagt siglingareglur á sjó og svo geta verið ýmsar viðbótarreglur sem þarf að fylgja eins og hafnarreglugerðir og ýmsar sérreglur sem varða þau svæði sem siglt er um. Ef reglur ná ekki yfir atvik og viðbrög við þeim er oft vitnað í "bonus pater familias" og hvað hefði hann gert við sömu aðstæður.

Endilega að lesa þetta vel
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2016 15:04 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Jeff pælir í ábyrgð
Ef illa fer, þá skal skoðast hvort aðili ber refsiábyrgð vegna gáleysis. Þar kemur ákæruvaldið til sögunnar og metur hvort draga beri menn fyrir dóm. Og það hefur verið gert í fáein skipti. Rútubílstjórar tvívegis minnir mig.
En sóknari segir í grein á sóknarasíðu að greina þurfi "refsivert gáleysi frá óhappatilviljun og lítilfjörlegu gáleysi, sem getur ekki orðið grundvöllur refsiábyrgðar." Þannig að talsvert mikið þarf að ganga á held ég nú.

Ferðamenn bera ábyrgð á sjálfum sér og athöfnum sínum, hvort heldur er að fara á kayak eða annað. En ferðaskipuleggjandinn og leiðsögumaður bera mikla ábyrgð engu að síður. Hvert mál skoðast sérstaklega.

Sóknari segir ennfremur að markmið gáleysisábyrgðar sé að knýja menn til aukinnar aðgæslu innan sanngjarnra marka.
Sammála því.

Þannig að svarið við spurningunni hver ber ábyrgð, er ekki einfalt. Gæti verið ferðaskipuleggjandin/leiðsögumaður og skjólstæðingar sameiginlega. Eða annar hvor aðilanna alfarið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2016 14:08 #3 by Gíslihf
Jeff Allen, sem við þekkjum frá 4 stjörnu prófunum, er með áhugaverðar vangaveltur um ábyrgð róðrarstjóra/ leiðsögumanna á fébókarsíðu sinni. Einhver ykkar eru Fb-vinir hans. Hann vill fá álit "if you have an understanding of maritime law, the legal responsibilities of coaches and guides and the cross over between maritime law and civil law".

Málið snýst um það hver ber ábyrgð ef illa fer. Við höfum stundum velt þessu fyrir okkur og innan klúbbsins hefur niðurstaðan verið að hver beri ábyrgð á sjálfum sér, alveg eins og hann væri einn á ferð. Ef við erum aftur á móti að gæda ferðamenn gegn gjaldi þá gildir annað.

Ég veit ekki hvort þið getið séð þetta hér: www.facebook.com/jeffallenkayaker?hc_ref=NEWSFEED&fref=nf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum