Félagsróður 17. desember

17 des 2016 16:07 - 17 des 2016 16:57 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 17. desember
Það leit ekki út fyrir að þetta yrðu krefjandi aðstæður í rauðabítið um morguninn. Svo byrjaði að blása af austri og það endaði í 16 metrum á sek. þegar best lét.
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/faxafl...oup=111&station=1480

Flottur hópur og róðrarstjórn á heimsmælikvarða.
kv
Ingi

Ekki bestu aðstæður til myndatöku og svo þurfti að nota hendur í annað en að taka myndir í þessum róðri




Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2016 13:36 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 17. desember
15 ræðarar mættu hressir í bragði í félagsróður í morgun.
Planið var að fara Geldinganeshring í snarheitum til að hafa góðan tíma fyrir jólabakstur.
Það plan fór fyrir lítið þegar það fór að hvessa mun fyrr en veðurspár höfðu gefið til kynna.
Tveir nýliðar í hópnum fengu aðstoð reyndari félaga og þurfti að grípa til allra trixa í handbókinni, félagabjörgun, allar dráttarlínur voru komnar í notkun, dregið var í 3 manna línum, notuð heil lína, hálflína, parað var upp osfrv.
En allt fór þetta nú vel og úr var hin skemmtilegasti róður sem sannað að þrátt fyrir öll tæki og tól þá er það mikilvægasta í okkar sporti góður félagi.
Takk fyrir aðstoðina og samveruna.
Gleðileg jól.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 des 2016 18:11 #3 by Klara
Síðasti félagsróður fyrir jól er á laugardaginn.
Tilvalið að mæta og hressa sig við fyrir jólin og mæta í róður.
Miðað við árstíma er veðurspáin góð, nokkuð hlýtt en gæti orðið smá "gola".
Ef aðstæður leyfa þá verður eitthvað eyjahopp fyrir valinu :)

Sjáumst á sjó.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum