Þeir sem vilja endilega róa í roki fá "góða" veðurspá fyrir þriðjudags-æfingaróður.
Um kl. 18 á þriðjudag gætu það verið 15 m/s SV við Geldinganes og yfir 20 m/s við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Reyndar má ekki vera of seinn, því að um kl. 19 verður komið gott veður og spáin gæti hæglega hliðrast um 1 klst!
Segja má að þetta sé góð spá fyrir þá sem vilja lenda í meiri háttar veseni rétt fyrir jólin, eins og John McClaine lögreglumaður (Die Hard nr. 1)

Ég læt þetta þó eins og vind um eyru þjóta og er lagstur í vetrarhýði.
Njótið jólanna!