Takk fyrir innleggið Örlygur.
PS: Ég breyti heiti efnisins, finnst
verklagsregla vera betra en regla hér.
Hér eru tvær minningar sem snerta efnið - og umræðu:
1. Við vorum í klúbbferð utan við Ytri Njarðvík, það bætti í vind og einn ágætur félagi okkar (nr.1) valt. Við vorum tveir vanir (ég og nr.2) sem náðum saman með lítt áberandi merkjamáli. Ég skyldi hraða mér til að tryggja óvanan ræðara (nr.3) sem var aðeins á undan okkur og fylgja henni í hlé við kletta. Við það reri ég fram hjá félaga nr.1, sem tróð marvaðann við bát sinn. Hann upplifði mikla höfnun þegar ég bara vinkaði honum og hann horfði á eftir mér. Hann þurfti þó ekki að bíða meira en um mínútu þar til félagi nr. 2 var kominn að honum til að gera félagabjörgun. Það tafðist all nokkuð því að þeir tókust á um aðferðina, félagi nr. 1 aðeins með höfuð uppúr sjó og félagi nr. 2 sem sat óhagganlegur við keip sinn í sjókeip sínum

Félagi 1 vildi upp milli báta, félagi 2 vildi fá hann upp utan við báta. Á eftir sagði félagi 1 að það væri ekki góð
sálfræði að kenna manni í neyð nýja aðferð við að láta bjarga sér - sem er örugglega rétt - ef unnt er að komast hjá því.
2. Við Palli R vorum í 4ra stjörnu prófi, hann var við stjórn og valdi mig sem aðstoðarmann þegar keipur Rabba Ísfirðings sökk að aftan, en prófdómari hafði af hrekkvísi sinni stolið dekklúgunni og látið sjó fara í afturlestina. Þegar kajakinn stóð eins og spíra með framendann beint upp í loft var Rabbi kominn á sund. Við vorkenndum honum ekki, hraustur maður og í þurrgalla og hafði gaman af vosbúð - en af reynsluleysi okkar héldum við að prófdómari liti eins á málið! Við létum Rabba því svamla um meðan við tæmdum bát hans, sem ekki er létt ef þið hafið reynt slíka aðgerð. Við fundum plastpoka og snæri og bjuggum þannig til lok yfir afturlest og vorum nokkuð hreyknir af ráðsnilld okkar. Siðan fórum við að svipast um eftir Rabba og vorum þá ekki lengi að koma honum í sætið á ný. Þetta var dæmt sem slæmt fallatriði - ég var heppinn, en Palli ekki, hann var við stjórn, en ég var alveg jafn grunlaus um að við værum að gera slæm mistök - enda var viðgerð þokkalega vel heppnuð og félagabjörgun fumlaus og skv. verklagsreglum sem við kunnum