SAS, Helga, Haukur Þór, Páll R og Valgeir rérum að Fjósaklettum og lékum okkur í öldunni þar, síðan lá leiðin um Geldinganesið í töluverði öldu eftir rokið í nótt, en vindurinn var líklega 10 m/s. Flottar aðstæður til að æfa sig og fara aðeins út fyrir þægindarrammann.
Félagsróður er á morgun, annan í jólum. Mæting er kl. 09:30 í Geldinganesið
Veðurspáin er ekkert sérstök nema fyrir þá sem hafa gaman af vindi og öldu. Spáð er V12 kl 10:00 og SV8 um hádegið. Í nótt verður V 20+, þannig að það ætti að vera nokkur alda í fyrramálið. Róðrarleið ákveðin á pallinum, spurning hvort það verði einhver alda við Fjósakletta,þá er kjörið að koma þar við.