Gamlársdagsróður

31 des 2016 14:42 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Gamlársdagsróður
Það voru 16 á sjó í þessum síðasta róðri ársins. Við ætluðum að taka léttan róður inn að Korpuós og ná hópmynd í skjólinu þar. Við komumst að ósnum fyrir rest en í stað skjóls var þar hvass vindstrengur. Það gekk illa að ná hópnum saman á mynd og ég held að margir hafi verið komnir með hugann við Vin Chaud í höfuðstöðvunum því það náðust ekki nema 12 ræðarar af 16 á hópmyndina :)

Eva tók á móti okkur og eitthvað hafði bæst í hópinn af slösuðum eða veikum ræðurum sem höfðu ekki kost á að róa en náðu að hitta okkur og taka þátt í þessum skemmtilega árlega viðburði.

Þakka Evu fyrir veitingarnar og þakka öllum kayakfélögum fyrir góðu stundirnar á þessu frábæra kayakári.

kv
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2016 20:22 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Gamlársdagsróður
Minni á gamlársróðurinn. Skemmtileg hefð hjá klúbbnum að fjölmenna á sjó á þessum degi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2016 09:19 - 28 des 2016 09:54 #3 by Andri
Gamlársdagsróður was created by Andri
Gleðileg jól kæru félagar og takk fyrir árið sem er að líða.
Kayakklúbburinn ætlar skv áralangri hefð að fara á sjó á síðasta degi ársins sem núna kemur upp á hefðbundnum félagsróðrartíma.
Mætum kl 9:30, tökum stuttan róður og skálum svo fyrir árinu í Vin Chaud sem Eva ætlar að laga fyrir okkur. Skálum líka fyrir þeim Björgu Kjartansdóttur og Sveini Axeli Sveinssyni sem fengu nýlega viðurkenninguna "Kayakfólk ársins" frá Siglingasambandi Íslands fyrir árangur í keppnum á árinu. Skálum svo aftur fyrir öllum hinum og vonum að Eva verði búin að sjóða allt alkahólið úr svo að enginn þurfi að róa heim :)

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum