Áratök fyrir eitt blað

28 des 2016 15:05 - 28 des 2016 18:17 #1 by Gíslihf
Efnið á væntanlegri vefsíðu Kajakskólans er mest um sjókajak en þar er líka listi um áratök fyrir kanó. Guðni Páll, Gunnar Ingi og Örlygur hafa spreytt sig á kanó með mér og eru efnilegir. Margir telja að það þurfi ekki að læra á kanó það sé bara árabátur! Líkt viðhorf kemur oft fram varðandi kajak, það að ekkert sé þar að læra nema veltuna.
En hér er þetta uppkast:

Kanó er róið á aðra hönd, árin hefur eitt blað. Kanóræðari getur verið einn eða róið með félaga, hann velur á hvora hlið hann rær. Stuðst við bókina Canoeing eftir Ray Goodwin. Mörg eru þessi áratök lík eða hliðstæð þeim sem notuð eru við kajakróður og færni á öðru sviðinu styður við færni á hinu sviðinu. Þegar tveir róa má blanda saman áratökum eftir aðstæðum.

Framróður (e. forward paddling)
Árastýring við skut (e. stern rudder)
Sveipur/ hliðrun við skut (e. stern sweep/ stern draw)
J áratök (e. J strokes)
Indjána áratak (e. indian stroke)
Sveipáratök (e. sweep strokes)
Hliðrun við stefni á fjarhlið (e. cross bow draw)
Hliðrun (e. draw stroke)
Hliðrun með fleytingu (e. sculling draw stroke)
Spyrna/ spyrna á ferð (e. pry/ running pry)
Árastýring við stefni (e. bow rudder/ bow cut/ Duffek)
Árastýring við stefni á fjarhlið (e. cross-bow cut)
Klemma við stefni (e. bow jam)
Spyrna við skut (e. stern pry)
C áratak (e. C stroke)
Árahliðarstýring (e. hanging draw)
Árahliðarstýring á fjarhlið (e. cross-deck hanging draw)
Bakkáratök (e. reverse strokes)
Lágstuðningur (e. low support)
Hástuðningur – lóðréttur (e. high support)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum