Flóð og fjara

31 des 2016 13:18 - 05 jan 2017 22:29 #1 by Ingi
Flóð og fjara was created by Ingi
Var spurður í morgun hvort það væri að fjara út eða að falla að. ég mundi ekki hvort það væri smástreymt eða stórstreymt í dag, svo ég athugaði málið. Það fór ekki á milli mála að það var fjara þegar við komum úr róðrinum um kl 1130 svo það þýðir að það sé stórstreymt. Háfjara að vísu um kl 14. En þetta er alveg reglulegt hér á Reykjavíkursvæðinu að Stórstreymt er í fullu tungli :pinch: og nýju túngli þá er fjaran um hádegið og alveg öfugt þegar er smástreymt þegar máninn er hálfur. þá er flóðið nær hádegi. Svona er þetta nú hjá okkur. Og alltaf eins. Þeir sem nenna ekki að bera sinn einæring úr langri fjöru mæta þá bara í smástreyminu og þá er stutt að koma sér upp á pall. (nú er tunglið á suðurhimni og röndin er hægramegin sem þýðir vaxandi tungl og minkandi straumur þessa vikuna)og flóð um hádegi næsta laugardag)

áramótakveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum